Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar IV Greinarhöfundur minnir á að því fari víðs fjarri að þess fyrirbæris sem hann nefnir byltíngaróþreyju* gæti einungis meðal anarkista. Þvert á mótí sé fyrirbærið algengt yzt á vinstri væng þjóðmálaátakanna. En að einu leytí telur hann anarkista hafa algera sér- stöðu: „Þeir einir leggja slíkt ofurkapp á að lifa eins og lokatakmarki byltíngarinnar sé þegar náð — án þess að skeyta nokkru um raunveruleg skilyrði byltingar — að útkoman verður pólitískt athafnaleysi." Þetta sé vissulega engin þverstæða, því þar sem stjórn- leysi ríki eigi pólitísk hegðun sér, samkvæmt skilgreiningu, engar forsendur. Af slíkri afstöðu leiðir í fyrsta lagi að anarkistar hafna algerlega að taka þátt í kosn- ingum og flytja mál sitt á þingi. Að vísu telur höfundur að gagnrýni þeirra á borgara- legu lýðræði sé fyllilega réttmæt, þar eð eitt helzta hlutverk þess sé óneitanlega að við- halda kerfinu með því að telja fólki trú um að það ráði sér sjálft. „En til þess að gera fjöldanum þessi sannindi ljós mega byltingarsinnar hvorki láta undir höfuð leggjast að taka pólitíska afstöðu tíl ákvarðana valdhafanna á hverjum tíma, né láta nokkurt tæki- færi ónotað til að vinna skoðunum sínum fylgi“ — ekki heldur kosningabaráttuna og þingstólinn: hvorttveggja megi a. m. k. nota tíl að fletta ofan af þingræðinu. Anarkistar skipa sér ekki heldur saman í stjórnmálaflokka, þar eð það hljóti að liggja í eðli slíkra flokka að reyna að brjótast tíl valda. Einu baráttusamtök öreigastéttarinnar sem anark- istar geta fellt sig við eru verkalýðsfélögin, með þeim fyrirvara þó að þau séu ópóli- tísk. En einkennandi fyrir hreyfingu stjórnleysingja eru þó fyrst og fremst hinir formlausu, óskipulögðu hópar („grúppur"), og svo einherjinn sem berst einn út af fyrir sig. „Sú spurning vaknar hvaða árangri hópar af þessu tagi — að einherjunum ógleymdum — geri sér vonir um að ná. Svarið er enn og aftur: ekki pólitísk valdataka. Það sem fyrir þeim vakir er að sýna í daglegu lífemi sínu yfirburði frelsishugsjónar sinnar fram yfir ríkjandi þjóðfélagshættí, að sá frjókornum stjórnleysis meðal samtíðarinnar sem enn býr við ánauð valds, í þeirri von að jordœmið komi af stað byltingarhreyfingu." Og athafnir þeirra einkennast af því sem hinn klassíski anarkismi kallaði „að flytja áróður í verki“ og neo-anarkistar okkar daga nefna „að afhjúpa kerfið með aðgerðum“. Þær að- gerðir þurfa ekki að felast í ofbeldisverkum; ofbeldi er ekki endilega fylgifiskur anark- isma; en tílgangur þeirra er að skapa kveikjur stjórnleysis innan auðvaldskerfisins — án pólitískrar þátttöku. Þetta pólitíska athafnaleysi anarkista telur höfundur ráða úr- slitum um að þeir getí aldrei komið fram stefnumiðum sínum. Af því leiði m. a. hina sífelldu og að því er virðist óyfirstíganlegu örðugleika við að gera fólki skiljanlegt hvað hreyfingin ætlist í raun og veru fyrir. V í síðasta hluta greinar sinnar ber höfundur saman hugmyndaheim anarkismans og endurbótastefnunnar, og kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allan þann reginmun sem á stefnunum virðist vera, eigi þær þó ýmislegt sameiginlegt og að vissu marki liggi * Etv. er orðið byltingaróþreyja sem hér er notað tíl þýðingar á „revolutíonare Unge- duld“ ekki alls kostar heppilegt, þar sem hugsanlegt er að nota það um mjög svo já- kvæðan — sumir mundu jafnvel segja nauðsynlegan — eiginleika róttækra manna. Etv. er orðalagið „bráðlætí byltingarsinnans" nær merkingu höfundar. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.