Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 29
Um byltingaróþreyju
sömu forsendur til grundvallar þeim. „Afstaða anarkista er sprottin af óskhyggju, en
óskhyggja er í sjálfu sér ekki bundin við byltingarsinnuð viðhorf; liún getur alveg eins
samrýmzt hugmyndafræði sem forðast byltingu.“ AS dómi höfundar vantar báðar stefn-
urnar það sem hverri byltingu er nauðsynlegast: þol, úthald. Sjónmál þeirra beggja tak-
markast við nútíðina; „núna“, „í dag“ eða í hæsta lagi „þessi kynslóð" er sá tími sem
þær miða allt við.
Hér verður að endingu birt það sem Wolfgang Harich skrifar um byltingarástandið
sem upp kom í Frakklandi 1968.
„f bók sinni um atburðina í maí—júní segja Cohn-Bendit-bræðumir að þar hafi verið
um að ræða raunverulegt byltingarástand sem hefði getað leitt til sigurs fransks verka-
og launafólks og fært því yfirráð yfir framleiðslunni. Þeir lýsa sök á hendur skriffinnsku-
bákni frönsku verkalýðssamtakanna — að leiðtogum kommúnista í þeim samtökum
ekki undanskildum — og á hendur þingmönnum vinstri flokkanna, frá Waldeck-Rochet
til Mitterands, fyrir að þetta gerðist ekki og glatað var einstæðu tækifæri til að kljúfa
eitt af helztu iðnaðarríkjum Vesturlanda út úr auðvaldsheiminum og gera það að ból-
verki sósíalisma. Vel má vera að þeir hafi rétt að mæla. Þegar svo að segja allt vinnandi
fólk í kapítah'sku landi stendur í verkfalli í fimm vikur, tekur vinnustaðina í sínar
hendur og kemur upp vísi að ráðstjórn, þá er það ekki lengur vottur um byltingarbráð-
læti þó talað sé um að unnt sé að snúa ástandinu verkalýðsstéttinni endanlega í hag.
Vinstri stjómmálamenn sem á slíkri stundu, þegar tíu milljónir verkamanna og
launafólks rísa upp fyrirvaralaust, hafa ekkert betra til málanna að leggja en að
flytja platónskar vantrauststillögur í Þjóðþinginu, verkalýðsleiðtogar sem fara að gera
launasamninga við ríkisstjórn og sambönd atvinnurekenda í stað þess að vinna að því að
verkfallsmenn geti hafið framleiðslu að nýju, undir eigin stjórn, án kapítalista og
kapítalískrar verkstjómar — þeir eiga vissulega skilið hlífðarlausa gagnrýni. Vikum
saman, allt fram til 29. maí, gafst þeim færi á að koma á fót ráðstjómarkerfi, tengdu
vinnustöðum og kjördæmum. Ef rétt hefði verið á haldið hefðu hin opinberu stjómvöld
orðið að láta æ meir undan síga fyrir ráðunum, án þess að geta beitt valdatækjum sín-
um svo umtalsvert væri. En ástæðan til þess að vinstri hreyfingin missti þetta tækifæri út
úr höndunum á sér var augljóslega sú, að forystumenn hennar vom hættir að trúa á aðrar
baráttuaðferðir en þingræðisleiðina og höfðu gleymt ráðstjórnarhugmyndinni. Þannig
hefur það sem gerðist í maí—júní 1968 ekki einungis afsannað kenningar um að verka-
menn í velferðarþjóðfélagi séu endanlega orðnir fráhverfir byltingaraðgerðum. Það
hefur einnig sýnt fram á það með ótvíræðum hætti að það er enn sem fyrr borgarastétt-
inni í hag, þegar verkalýðsforingjar eygja ekki önnur úrræði en að hengja sig í gild-
andi lagaákvæði."
Þorsteinn Þorsteinsson þýddi og endursagði.
107