Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 62
Timarit Máls og menningar
fram í bókinni íslenzkir þjóðhættir, þ. e. daglegt líf, aðalstörf manna til
sveita, veðurspár og veðurboða, skepnurnar, dýralækningar, hátíðir og
merkidaga, skemmtanir, lífsatriðin, alþýðlegar lækningar, hugsunar- og trúar-
lífið, húsaskipan og byggingar. Honum virðist ganga söfnunin allvel, og á
árunum 1914—15 hefur hann lítilsháttar styrk til hennar úr Carlsbergssjóðn-
um. Ariö 1915 lætur hann prenta kver, sem hefur inni að halda „Spurningar
til leiðbeiningar til vísindalegra rannsókna um þjóðháttu og þjóösiði, þjóð-
trú og venjur á Islandi“, og sendir og lætur senda það ýmsum mönnum.
Honum berast nú skrif úr ýmsum áttum.
Um leið og sr. Jónas fékk styrkinn úr CarlsbergssjóÖi, mun hann hafa
fengið reglur frá Dansk Folkemindesamling um skráningu efnisins. Eftir það
færir hann allt það efni, sem honum safnast, á einstök blöð eða seöla, hvert
efnisatriði á sitt blað, og er þetta gert eftir fyrirmynd Dansk Folkeminde-
samling. Má sjá, að hann hefur ekki einungis fært allt það efni, er hann lét
nú safna, á þessa seðla, heldur og það, sem hann hafði þegar skrifað um í
samfelldu máli. En það er kostur þessa seðlasafns, að þar má í skjótri svipan
sjá, hvaðan hvað eina er komið og hvenær það er skráð.
En Jónas Jónasson dó, áður en hann hafði fullsamið rit sitt um íslenzka
þjóðhætti, hvað þá búið það til prentunar. Það kom heldur ekki út fyrr en 16
árum síðar, árið 1934, og það var dr. Einar Ól. Sveinsson, sem vann að tals-
verðu leyti úr drögum Jónasar og bjó verkið allt undir prentun. Hinsvegar
hefði ekki reynzt unnt, að því er Einar segir, að koma öllu því að í bókinni,
sem Jónas hafði dregið saman, án þess að semja hluta verksins að miklu leyti
að nýju, og hefði hókin þá verið fjær því að vera verk Jónasar en ella. Því
er það, að vilji menn leita nánari upplýsinga um einstök atriði í bókinni ís-
lenzkir þjóðhættir, þá getur stundum horgað sig að hyggja eftir í seðlasafni
Jónasar í Landsbókasafni.
En nú má segja, að eftir fráfall Jónasar árið 1918 hafi, með einni stórri
undantekningu, skipuleg söfnun þjóðháttaefnis legið niðri í u. þ. b. 40 ár,
fyrir utan það, sem flaut með við söfnun þjóðsagna, en hún hélt áfram af
talsveröuin þrótti, eins og menn vita, og nægir þar að nefna nöfn eins og
Sigfús Sigfússon, Gráskinnu, Grímu, Rauðskinnu, Vestfirzkar sagnir og
Sagnahætti og þjóðsögur Guðna Jónssonar. Hugmyndir virðast hafa verið
uppi um það kringum 1930, að Háskóli Islands sinnti þessu verkefni að
nokkru, og var þá kosin fimm manna nefnd til að rannsaka, „hvort háskólinn
eigi að koma á stofn þjóðfræöistofnun“, eins og fram kemur í erindi prófess-
ors Jóns Helgasonar 1945 um verkefni íslenzkra fræða:
140