Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 62
Timarit Máls og menningar fram í bókinni íslenzkir þjóðhættir, þ. e. daglegt líf, aðalstörf manna til sveita, veðurspár og veðurboða, skepnurnar, dýralækningar, hátíðir og merkidaga, skemmtanir, lífsatriðin, alþýðlegar lækningar, hugsunar- og trúar- lífið, húsaskipan og byggingar. Honum virðist ganga söfnunin allvel, og á árunum 1914—15 hefur hann lítilsháttar styrk til hennar úr Carlsbergssjóðn- um. Ariö 1915 lætur hann prenta kver, sem hefur inni að halda „Spurningar til leiðbeiningar til vísindalegra rannsókna um þjóðháttu og þjóösiði, þjóð- trú og venjur á Islandi“, og sendir og lætur senda það ýmsum mönnum. Honum berast nú skrif úr ýmsum áttum. Um leið og sr. Jónas fékk styrkinn úr CarlsbergssjóÖi, mun hann hafa fengið reglur frá Dansk Folkemindesamling um skráningu efnisins. Eftir það færir hann allt það efni, sem honum safnast, á einstök blöð eða seöla, hvert efnisatriði á sitt blað, og er þetta gert eftir fyrirmynd Dansk Folkeminde- samling. Má sjá, að hann hefur ekki einungis fært allt það efni, er hann lét nú safna, á þessa seðla, heldur og það, sem hann hafði þegar skrifað um í samfelldu máli. En það er kostur þessa seðlasafns, að þar má í skjótri svipan sjá, hvaðan hvað eina er komið og hvenær það er skráð. En Jónas Jónasson dó, áður en hann hafði fullsamið rit sitt um íslenzka þjóðhætti, hvað þá búið það til prentunar. Það kom heldur ekki út fyrr en 16 árum síðar, árið 1934, og það var dr. Einar Ól. Sveinsson, sem vann að tals- verðu leyti úr drögum Jónasar og bjó verkið allt undir prentun. Hinsvegar hefði ekki reynzt unnt, að því er Einar segir, að koma öllu því að í bókinni, sem Jónas hafði dregið saman, án þess að semja hluta verksins að miklu leyti að nýju, og hefði hókin þá verið fjær því að vera verk Jónasar en ella. Því er það, að vilji menn leita nánari upplýsinga um einstök atriði í bókinni ís- lenzkir þjóðhættir, þá getur stundum horgað sig að hyggja eftir í seðlasafni Jónasar í Landsbókasafni. En nú má segja, að eftir fráfall Jónasar árið 1918 hafi, með einni stórri undantekningu, skipuleg söfnun þjóðháttaefnis legið niðri í u. þ. b. 40 ár, fyrir utan það, sem flaut með við söfnun þjóðsagna, en hún hélt áfram af talsveröuin þrótti, eins og menn vita, og nægir þar að nefna nöfn eins og Sigfús Sigfússon, Gráskinnu, Grímu, Rauðskinnu, Vestfirzkar sagnir og Sagnahætti og þjóðsögur Guðna Jónssonar. Hugmyndir virðast hafa verið uppi um það kringum 1930, að Háskóli Islands sinnti þessu verkefni að nokkru, og var þá kosin fimm manna nefnd til að rannsaka, „hvort háskólinn eigi að koma á stofn þjóðfræöistofnun“, eins og fram kemur í erindi prófess- ors Jóns Helgasonar 1945 um verkefni íslenzkra fræða: 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.