Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 96
7'ímarit Máls og menningar
ræða, heldur ótvíræða stuðningsyfirlýsingu.
En hver sá lesandi bókarinnar, sem ekki
væri málinu að öðru leyti kunnugur, hlyti
að mynda sér þá skoðun af lestri hennar,
að varla hefði neitt markvert gerzt í engil-
saxneskri heimspeki síðustu hálfa öldina
— eða allt síðan þeir Russell og Wittgen-
stein mótuðu helztu kenningar hins rök-
ræna pósitívisma. Þorsteinn gerir hvergi
nánari grein fyrir breytingum, sem síðan
hafa orðið á rökgreiningarheimspekinni,
né þeirri gagnrýni á pósitívismanum, sem
fram hefur komið innan vébanda hennar.
Á bls. 86 tekur hann upp athugasemda-
laust (og að því er virðist án þeirrar
hneykslunar, sem hliðstæð sannfæring Heg-
els vekur hjá honum) sjálfshól Wittgen-
steins úr formálanum að Traclatus logico-
philosophicus, en þess er hvergi getið, að
sjálfsgagnrýni hans leiddi síðan til þess
að hann gerðist upphafsmaður nýs heim-
spekiskóla: þess sem oftast er kallaður
heimspeki hins eðlilega máls (philosophy
of ordinary language). Þær umræður, sem
Tractatus logico-philosophicus og rit Vínar-
skólans komu af stað, leiddu smátt og
smátt í ljós, að tvær meginstoðir hins rök-
ræna pósitívisma voru ótryggar: sú kenn-
ing, að öll reynsla væri samansett af ein-
földum, aðgreinanlegum frumstaðreyndum
(atomic jacts, eins og Wittgenstein kallaði
þær) og til væri algild og einföld forskrift
að rökrænni byggingu málsins, sem tæki
í senn mið af náttúruvísindunum og auð-
veldaði framþróun þeirra, en réði bót á eða
gerði a. m. k. heimspekilega óskaðlega tví-
ræðni og ógagnsæi hins daglega máls.
Fráhvarf Wittgensteins frá þessum sjónar-
miðum olli því, að í stað hinnar pósitívis-
tísku gagnrýni málsins setti hann kreddu-
lausa athugun á margbreytileik þess, án
þess að gera nokkurn af hinum ýmsu merk-
ingarmátum þess að altækri reglu eða
mælikvarða á alla hina. Þessa heimspeki
hins eðlilega máls má auðvitað túlka á
tvo vegu: stundum er litið á málsathug-
unina sem tæki til að eyða öllum heim-
spekilegum vandamálum (og sjálfur var
Wittgenstein óspar á slíkar yfirlýsingar,
þegar sá gállinn var á honum), en líta má
einnig á hana sem eins konar forspjall að
hinni eiginlegu heimspekilegu rannsókn.
Sem slíkt hjálpartæki verðskuldar hún efa-
laust meiri athygli og jákvæðara mat af
hálfu marxista en þeir hafa hingað til veitt
henni.
Þögn Þorsteins um þessa hluti stafar þó
greinilega ekki af andúð á heimspeki hins
eðlilega máls, því að víða kemur fram, að
har.n hefur tileinkað sér ýmis sjónarmið
hennar — t d. segir hann á bls. 180:
„merking orðs er fólgin í allri notkun þess
í daglegum umsvifum manna eða útistöð-
um.“ Ástæðan er frekar önnur: væri farið
nánar út í innri aðgreiningu engilsaxneskr-
ar heimspeki og óleyst vandamál hennar,
yrði erfiðara að lýsa henni sem þeirri op-
inberun, er Þorsteinn annars vill gera úr
henni.
Síðari hluti bókarinnar er með nokkuð
öðru sniði en hinn fyrri: í honum eru færri
lokleysur og fleiri fróðleiksmolar (t d. í
köflunum um ógöngur tvíhyggjunnar), því
að höfundur heldur sig hér meira að
ákveðnu viðfangsefni og gerir því betri
skil. Hér gefst ekki rúm til að ræða nánar
um einstök efnisatriði, en þó er rétt að
gera einu hærra undir höfði en öðru:
spurningunni um það, að hverju og hve
miklu leyti marxisminn sé efnishyggja.
Þorsteinn aðgreinir ýmsar merkingar þessa
síðasttalda hugtaks og tengir tvær þeirra
við marxismann: annars vegar frumspeki-
lega efnishyggju, sem hann segir Marx og
Engels hafa boðað (bls. 116), hins vegar
sögulega efnishyggju, sem hann telur,
grunnfærnislega en þó „nytsama tilgátu“
og skilgreinir svo á bls. 118: „Hún er í
174