Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
„ÞaS er ógerlegt, sonur minn, hér sunnanvið eru löndin Hia-Hó-Pó og Ú-
Fú-Tjen sem ennþá fara á mis viS sanna trú.“
„Heilagi faSir,“ sagSi þá Sakadsja dapur, „án þín get ég ekki veriS. GuS-
inn á stöplinum nægir mér ekki, ég verS aS hafa þig hér til sannindamerkis."
Þegar hinn æruverSugi Piket var sofa genginn um nóttina þá kyrkti sá frómi
Sakadsja hann og gróf undir stallinum framan viS tjaldiS sitt ásamt tákni
hinnar nýju trúar, sem mongólsk sál hans var svo heilluS af. í belti trúboSans
fann Sakadsja fimmfalt fleiri silfurúnsur en hinn æruverSugi Piket hafSi
fengiS fyrir úlfaldana, uxana og hrossin hans. Og hver únsa var blessuS.
Sá frómi Sakadsja gat nú keypt fimmfalt fleiri úlfalda, hross og naut-
gripi en hann hafSi átt fyrir komu hins æruverSuga Pikets. Hann situr nú í
hezta yfirlæti viS stallinn þar sem hann gróf boSbera drottins neSanundir
svo hann mætti njóta návistar hans, fitnar tiltakanlega í sinni nýju trú og
étur af sér lýsnar sem hann aldrei gerSi á meSan hann trúSi á sálnaflakkiS.
Eitt er honum þó hulin ráSgáta. Hvers vegna hinn trúboSinn, sem kom ári
síSar en hann hafSi grafiS þennan æruverSuga Piket undir stöplinum lét sér
liggja svo mikiS á suSureftir þegar Sakadsja kom brosandi á móti honum og
sagSi: „Helgi maSur, gerSu þá bón mína aS ganga í tjaldiS. SjáSu, hérna
undir stöplinum á ég fyrir einn boSbera guSs.“
Sá helgi maSur hafSi bersýnilega engan skilning á trúarlegri söfnunar-
þörf Sakadsjas, lét þar ekki sjá sig framar og Sakadsja kom honum meS
engu móti niSur af hrossinu.
Þannig atvikaSist þaS, aS Sakadsja varS aS láta sér nægja þennan eina
boSbera guSs.
Þýð. Þorgeir Þorgeirsson.
134