Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 49
Gamla konan
legar tekjur. Fyrri ævin stóð eitthvað sex áratugi, hin síðari varaði ekki
nema tvö ár.
Faðir minn komst að því að síðasta misserið, sem hún lifði, leyfði hún
sér vissa hluti, sem venjulegt fólk lætur sér ekki koma í hug. Um sumarið
fór hún þannig á fætur um óttubil og rölti fram og aftur um göturnar, sem
hún hafði nú ein og alveg út af fyrir sig. Og þegar presturinn heimsótti
hana, til að dvelja fyrir henni í einverunni, bauð hún honum í bíó, að því er
almannarómur sagði!
Hún var alls ekki einmana. Fólkið, sem tíðkaði komur sínar til skósmiðs-
ins, var kátt og glaðsinna, og þar bar margt á góma. Gamla konan hafði
ávallt rauðvínsflösku við höndina og dreypti öðru hverju á víninu, meðan
aðrir sögðu tíðindi eða helltu sér yfir hin virðulegu yfirvöld bæjarins.
Þetta rauðvín var hennar sérstaki drykkur, en stundum bauð hún félögum
sínum upp á sterkari drykki.
Hún dó alveg fyrirvaralaust í svefnherbergi sínu, einn haustdag síðla.
Hún lá ekki fyrir, heldur sat á stól við gluggann. Hún hafði boðið „aum-
ingjanum“ í bíó um kvöldið, og þessvegna var stúlkan nærstödd þegar hún
andaðist. Hún var sjötíu og fjögra ára gömul.
Það var tekin mynd af henni látinni, og fengu börnin hvert sitt eintak.
Ég þekki þessa mynd.
Andlit hennar er smágert og mjög hrukkótt, munnurinn breiður, en var-
irnar þunnar. Lítið andlit, en í engu lítilmótlegt. Eins og hún þreyði hin
löngu ár í hlekkjunum, svo naut hún og hins skammvinna frelsis; og hún
borðaði brauð lífsins upp til agna.
Bjarni Benediktsson jrá Hofteigi þýddi.
(1939)
127