Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 97
fæstum orðum sú kenning — eða öllu heldur vinnutilgáta — sagnfræðings að flest eða öll umskipti í sögu mannlegs sam- félags eigi sér efnahagslegar orsakir í víð- asta skilningi.“ Það er vissulega rétt, að kenning Engels um efnishyggju og hughyggju sem tvær meginfylkingar, er frá upphafi vega hafi tekizt á í heimspekinni, fær ekki staðizt. Hún hrekkur mjög skammt til skilnings á evrópskri fornaldar- og miðaldaheimspeki, enn fjær sanni er hún hvað snertir kín- verska og indverska heimspeki, og síðast en ekki sízt villir hún sýn á sérstöðu marx- ismans í heimspekisögunni. Einmitt í því atriði er þó Þorsteinn sammála Engels: hann telur marxismann efnishyggjufrum- speki. Tæpast verða færð að því sterk rök, að Marx hafi „boðað “ slíka frumspeki. í æskuritum sínum, einkum Parísarhandrit- unum, þar sem hann tekur heimspekileg vandamál meir til meðferðar en síðar varð, skilgreinir hann þá nýju heimspeki, er hann stefndi að, hvorki sem efnishyggju né hughyggju, heldur afneitun þessa val- kosts, díalektíska „upphafningu“ beggja skauta. Þegar hann í síðari ritum lýsir afstöðu sinni til heimspekinnar — í víðasta heimspekilegum skilningi — er oftast um að ræða stuttar og tvíræðar athugasemdir, oft býsna léttúðarkenndar, svo að auðvelt hefur verið að koma við mjög mismunandi túlkunum. í síðari þróun marxismans hefur sem kunnugt er gætt mjög tilrauna til að sveigja hann nær frumspekilegri efnishyggju, en lengst af hefur þó haldizt lifandi vitundin um að marxisminn væri efnishyggja í öðr- um skilningi en önnur eldri heimspekikerfi — hann legði nýja merkingu í sjálft efnis- hyggjuhugtakið. Þorsteinn drepur hvergi á þetta sjónarmið né tilraunir, sem gerðar hafa verið til að útskýra það nánar. Kunn- Vmsagnir um bcekur ust þeirra er sú, sem Lenín gerði með rit- inu „Efnishyggja og reynslugagnrýni" (Materialismus und Empiriokritizismus); þótt lausn hans geti ekki talizt viðunandi, bregður hún þó nokkuð skýru ljósi á þau vandamál, sem hér er um að ræða. Gagnstætt þeim, sem töldu hið arftekna efnishugtak úrelt vegna nýrra uppgötvana náttúruvísindanna, heldur Lenín því fram að merking þess og gildi séu óháð öllum niðurstöðum einstakra vísindagreina: efnið er samkvæmt skilgreiningu hans hlutlœgur veruleiki, óháður vitundinni. En með þess- ari skilgreiningu er efnishugtakið í raun og veru leyst upp fremur en endurnýjað: við hugtakið hlutveruleiki — sem felur í sér sjálfstæði gagnvart vitundinni — er engu nýju einkenni bætt með því að kalla það efni. Þar er því um merkingarsnauða nafnbót að ræða, en ekki skilgreiningu. Afstaða Leníns er þannig tvíbent: hann gerir sér grein fyrir að frumspekilegar hug- myndir um eigindir efnisins samrýmast ekki marxískri heimspeki, en reynir þó að halda í efnishugtakið sjálft með því að tæma það af allri merkingu. Þessi tæming leiðir til þess, að þunga- miðja efnishyggjunnar flyzt af ontológíska sviðinu yfir á hið þekkingarfræðilega. En hér gætir aftur hins sama tvískinnungs hjá Lenín: um leið og hann leggur áheizlu á þekkingarfræðina sem helzta vettvang átak- anna milli efnishyggju og hughyggju, reyn- ir hann að einfalda og lítillækka þekking- arferlið sjálft, en það skilgreinir hann sem endurspeglun veruleikans. Sannleikskjarn- inn að baki þessu líkingamáli er sá, að þekkingarferlið vísar til hlutveruleikans — það er sérstakur og tiltölulega sjálfstæður þáttur í mannlegum samskiptum við þenn- an veruleika. Endurspeglunarlíkingin hefur hins vegar — eins og reynslan hefur sýnt — þann ókost, að hún ýtir undir rangan skilning á þessum tengslum við veruleik- 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.