Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar um nema 300 prósent náði hinn æruverði Piket yfir 500 prósentum vegna þess að hann kom ekki með skuldakvittanirnar einar heldur líka með nýjan guð, hvers tilbeiðsla gleypti heilar silfurámur. Sannfæringarkraftur hans var mikill. Fyrir mörgum árum réðust á hann ræningjar í landi Ortúsa. Hinn æruverðugi Piket snéri þeim til kristni, reitti þá inn að skyrtunni og hengdi loks með eigin hendi messingkrossmark um háls þeim öllum. Uppfrá því hafa ræningjar í Ortúsa yfirfallið vegfarendur í nafni hins nýja guðs. Eftir að trúboðinn Piket fyrir nokkru yfirgaf Paga-Golú dalinn og kom á lendur þeirra Sjalsjúsea fór heldur að halla undan fæti fyrir honum. Gjarna hefði hann því viljað halda suður aftur en flóð í ánni bönnuðu honum þann signaða veg. Því var hann nú uppifastur á landi þar sem fyrir voru ærnir prestlegir keppinautar. Kínverskir prestar og Lamar frá Sok-Pó-Mí rændu þetta svæði um þær mundir af stakri natni svo þar um slóðir gat naumast að finna það tjald, sem þeir ekki höfðu borið einhverja Sapeka út úr. Hóbílsjanúdalur einn lá svo afskekkt í fjalllendinu að sendiboðar guðsins Fó og guðsins Samt-Sjími-Tsjebatú höfðu aldrei sýnt sig þar. En þar bjó einmitt Sakadsja, sem var guðlaus um þær mundir. Sem nú hinn æruverðugi Piket kom í þetta dalverpi þá bauð Sakadsja, sem var gestrisinn, honum í tjald sitt og veitti honum þar te og glóðarbakaðar kökur úr haframéli. „Guð veri með þér,“ sagði trúboðinn þegar hann var orðinn mettur, „heill og friður veri þér til samlætis.“ „Ég er guðlaus,“ sagði þá Sakadsja, „guðinn minn, Uison-Tambú, skol- aðist í burtu um regntímann. En ég ætla að selja eitthvert af hrossunum og kaupa mér nýjan guð niðrí Blávík.“ „Sonur minn,“ sagði þá Piket, „Uison-Tambú var elcki hinn sanni guð og fyrir því hefur flóðið tekið hann að hinn æðsti guð, sá eilífi og almáttki hefur fyrirskipað þetta. Guðlaus geturðu náttúrlega ekki verið. Þú gerðir nú rétt í því að selja ekki bara einn hest heldur þrjá og fá þér nýjan guð, sem er þrefalt verðugri en Uison-Tambú, því hinn Eilífi krefst slíkra fórna.“ Síðla nætur þegar náttfuglinn Júen kvakaði á tjörninni var hinn æruverð- ugi Piket enn að ræða við Sakadsja um vonsku heimsins. Árla morguninn eftir þegar þeir voru risnir af úlfaldahársdýnunum og Sakadsja hneigði höfuð sitt fyrir hinni öldnu, það er sólinni, þá settist Piket enn að honum: „Kæri sonur, þú sagðir í nótt að þú ættir eftir níu hesta. Hvert gagn er þér nú í þeim níu hestum fyrst þú átt ekki auðmýktina og enga huggun finnur í einum sönnum guði, sem aðvaraði þig með 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.