Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 43
Ezra Pound
Jón Kvinn segir sögn
(Úr Canto XII)
Jón Kvinn
var á bankastj órafundi, og
leiður á grobbsögum þeirra,
Leiður á bölvaðri tilgerðinni í þeim
og mj óu hvítu röndinni sem
Þeir höfðu meðfram jaðrinum framaná vestinu
Til að láta líta svo út sem þeir væru í tveimur vestum,
Sagð’ann þeim Söguna af heiðarlega sjóaranum.
Leiður á skinhelginni í þeim,
þarna sem þeir sátu, þessir gegnrotnu safnaðaröldungar,
Forstjórar og braskarar í skjóli leppfyrirtækja,
Fátækrafulltrúar kirkna og eigendur leiguhjalla,
Öðru nafni f j árplógsmenn in excelsis,
sjálfur innsti eðliskjarni fjárplógsmanna,
Vinnumiðlarar, kveinandi yfir sínum 20 prósentum
og yfir erfiðum tímum
Og yfir hruninu á brazilískum verðbréfum
(Suður-Ameríku verðbréfum)
Og hinni almennu óvissu um allar f j árfestingar
Nema fjárfestingar í nýjum bankabyggingum,
afkastamiklir í bankabyggingum
Og ekki líklegir til að auðvelda dreifingu fjármagnsins,
Leiður á því, hvernig þeir skældu á sér túlana
yfir vindilstúfunum,
Upphófst Jón Kvinn:
Það var einu sinni heiðarlegur sjóari, drykkfeldur,
Dæmalaus hrotti, kjaftaskur, svampur og
Sopinn lagð’ann á endanum á spítala,
Og þeir skár’ann þar upp, og fátæklings hóra á
121