Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 22
Tímarit Máls og menningar
II
Á móti þeim skilningi sem hér hefur verið settur fram — þ. e. að bylting-
aróþreyjan sé aðalinntak og mest áberandi þáttur anarkismans — mætti
færa þau rök að helztu sérkenni hans felist eiginlega í öðru, eins og nafn
hans raunar segi. Að sérkenni anarkista sé að þeir sækist eftir þjóöfélags-
skipan þar sem stjórnleysi — í merkingunni „engin stjórn“ (ekki „óstjórn“,
,,ringulreið“) — tryggi frjálsa þróun sérhvers manns. Og vissulega er þetta
það ástand sem anarkistar vilja koma á. En um það eru þeir ekki einir. Ef
sérkenni anarkismans væri fólgið í þessu einu, þá yrðu þeir sósíalistar sem
aðhyllast ríkisvald sem baráttutæki einnig að kallast anarkistar, og þar yrðu
höfundar marxismans í fararbroddi. í Kommúnistaávarpinu eftir Marx og
Engels er kveðið svo að orði að „í stað hins gamla borgaralega þjóðfélags
með stéttum sínum og stéttaandstæðum“ muni koma „samfélag manna, þar
sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar-
innar“. í öllum ritum marxista, allt frá Eymd heimspekinnar eftir Marx, sem
út kom 1847, er lögð áherzla á að í þessu „samfélagi“ — þ. e. í þjóðfélagi
kommúnismans — verði ekki lengur neitt ríkisvald og engir menn hærra settir
en aðrir. Orð Leníns, leiðtoga Októberbyltingarinnar, eru ótvíræð í þessu
efni: „Við stefnum að afnámi ríkisvaldsins. Um það takmark er enginn
ágreiningur milli okkar og anarkista.“ Og á öðrum stað: „Lokatakmark
okkar er að afnema ríkið, það er að segja allt skipulagt og kerfisbundið vald,
alla valdbeitingu gegn mönnum.“ Og ótvíræð eru einnig orð þýzka sósíal-
demókratans Max Adlers: „Afnám ríkisins sem valdastofnunar ... er grund-
vallarhugmynd í pólitík marxista.“
Ef stjórnleysi er sameiginlegt takmark marxisma og anarkisma, hver er
þá munurinn á þessum stefnum? Það væri ófullnægjandi — þó með því
svari sé komið að mjög mikilvægu atriði sem á milli ber — að segja aöeins:
marxistar telja nauðsynlegt til framgangs sósíalískri byltingu að hún styðjist
um skeið við byltingarsinnað ríkisvald; anarkistar vilja aftur á móti afmá
hverskonar ríkisvald þegar í stað, á einum degi. Svarið er vissulega ekki
rangt; þegar byltingarástand myndast snögglega er þetta m. a. s. úrslitaatriði.
Þó nægir þetta svar ekki, því munurinn er í rauninni miklu víðtækari. Svo
fjarri fer því að hann felist eingöngu í ólíkri afstöðu til valdsins á byltingar-
tímum að segja má að hans kenni í því nær öllum atriðum stéttabaráttunnar.
Hann kemur fram í smæstu atriðum er varða félagsleg og pólitísk samtök
verkamanna, baráttuaðferðir þeirra við kapítalískar aðstæður, og í við-
100