Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 92
Tímarit Máls og menningar formlegt valdaafsal í þeirra þágu. Sögulegt mikilvægi heimspekinnar er að vísu ótví- rætt („Frá sjónarhóli sagnfræðings er heim- spekin móðir allra vísinda“, segir Þorsteinn á bls. 39), en aðeins sem millibilsskeið í sögu þekkingarinnar: stöðugt nýjar vís- indagreinar öðlast sjálfstæði gagnvart heim- spekinni, og um leið verður ófullkomleiki hennar æ ijósari. í samanburði við vísindin virðast hugtök hennar og rökleiðsluaðferð- ir ónákvæmar og snerting hennar við veru- leikann ónóg. Þegar heimspekin hefur þannig gengið skeið sitt á enda, getur hún ekki orðið annað né meira en „hjálpar- grein skynsamlegra vísinda" (bls. 42), þ. e. hún fæst við skilgreiningu þeirra hugtaka, sem vísindin beita, og aðstoðar e. t. v. við þekkingarleitina á þeim sviðum, þar sem ekki er komin föst hefð á vísindalegar rannsóknaraðferðir. Tæpast verður véfengt, að þegar litið er á ytra borð heimspekisögunnar, er þessi niðurstaða sú sem einna beinast liggur við. En það er tvennt ólíkt að viðurkenna að ofangreint ástand heimspekinnar sé stað- reynd (eða nálgist það a. m. k.), og að úrskurða, að það sé þekkingarfræðilega réttmætt og henni standi engir aðrir mögu- leikar opnir. Þessa afstöðu hefur sem kunn- ugt er áhrifamikil grein nútímaheimspeki tekið, og eins og fram kemur síðar í bók Þorsteins, er hann henni eindregið fylgj- andi. Við nánari athugun á þessari kenni- setningu — að viðfangsefni heimspekinnar sé hugtakaskilgreining, en öll raunveruleg þekkingarleit sé í verkahring vísindanna eða verði það a. m. k., þegar hún nær ákveðnu þroskastigi — kemur í ljós, að hún svífur samkvæmt sínum eigin mæli- kvarða í lausu lofti. Hún er augljóslega ekki grundvölluð á neinni einstakri vís- indagrein, því að í henni felst altæk stað- hæfing um innbyrðis afstöðu þekkingar og veruleika almennt; og sem slík staðhœfing er hún um leið utan vébanda einberrar hugtakaskilgreiningar. Hér er því í raun og veru um að ræða órökstudda trúarsetn- ingu, sem gerir ákveðið sögulegt ástand mannlegrar þekkingar — eða öllu heldur einhliða mynd af því — að hinu eina rétta og mögulega. Þannig er varpað fyrir borð aðalsmerki heimspekinnar, gagnrýnni hugs- un. Heimspekileg hugsun er fordæmd í nafni vísindatrúar (scientisma). Þar sem Þorsteinn vill gera vísindatrúna að óvéfengjanlegri lokaniðurstöðu heim- spekisögunnar, verður hann að sýna aðra strauma innan hennar í sem óhagstæðustu ljósi, og þó einkum þann, sem öll gagnrýni á vísindatrúnni sækir meira eða minna til: klassíska þýzka heimspeki. Viðureign hans við hana tekur yfir allmikið rúm í bókinni, en er að öðru leyti ekki tilkomumikil. Hann nær hvergi sambandi við þau vanda- mál sem þessi heimspeki varð fyrst til að taka á dagskrá, heldur stendur hann álengd- ar og „reynir að gera gys að henni“, svo að stuðzt sé við orðaval hans sjálfs (bls. 59). í þessu á hann sér marga fyrirrennara hérlendis sem annars staðar; það hefur löngum orðið fangaráð þeirra, sem óvin- veittir eru allri heimspekilegri hugsun, að beina geiri sínum fyrst og fremst að hinni þýzku grein hennar, sem einna óaðgengi- legust er og því auðveldast að gera hana tortryggilega. Af þrem höfuðfulltrúum þýzkrar heim- speki — Kant, Hegel og Marx — fær hinn fyrstnefndi skásta útreið: hann er sagður „sannkallaður andlegur afreksmaður", en þó hafi honum verið „ákaflega ósýnt um að koma orðum að hugmyndum sínum“ (bls. 47—8). í lýsingu Þorsteins verður lítið úr þeim straumhvörfum, sem Kant olli í heimspekinni: „í öllum höfuðdrátt- um aðhylltist hann raunspeki Humes“ (bls. 48). Hér er mjög málum blandað. Kant var enginn lærisveinn Humes í venjulegri merk- 170
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.