Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar
Fyrsti meiriháttar árekstur þessara tveggja ólíku hugmyndakerfa kemur
greinilega fram í íslenzku menningarlífi og bókmenntum eftir fyrra stríð,
og upphafs íslenzkra nútímabókmennta er þar að leita. Hvað sé einkennandi
fyrir þær breytingar, sem af þessu stöfuðu í íslenzkum bókmenntum og hversu
langt nýsköpunin í skáldskap viðkomandi höfunda náði, verðum við að úr-
skurða með nánari athugun á þessu ferli.
Mig langar til að athuga frá þessu sjónarhorni þrjú prósaverk fyrsta ára-
tugarins eftir fyrra stríð, þar sem nýr hugsunarháttur kemur greinilegast
fram. Sumir samtíðarmenn fögnuðu þeim sem nýstárlegum verkum, sem
opnuðu nýjar leiðir, en aðrir fordæmdu þau sem óíslenzk verk og óviðeig-
andi. Þessi verk voru „Hel“ Sigurðar Nordals (1919), „Bréf til Láru“ eftir
Þórberg Þórðarson (1924) og ,,Vefarinn mikli frá Kasmír“ eftir Halldór
Kiljan Laxness (1927).
Höfundar voru, sem kunnugt er, gerólíkir menn. Sigurður Nordal var ein-
beittur fræðimaður, sem hlaut menntun sína og komst í snertingu við nú-
tímabókmenntir á erlendri grund. Hann dvaldist erlendis á stríðsárunum,
og hafði það vafalaust áhrif á hann. Halldór Kiljan var reiður ungur maður,
sem var þá ákveðinn í að gerast íslenzkur Vesturevrópumaður. Hann hafði
flakkað um hina afsiðuðu Evrópu eftirstríðsáranna og drukkið í sig evrópska
menningu, og hafði það tvímælalaust mótað hann mjög. Þórbergur var sá
eini af þremenningunum, sem var rammíslenzkur. Ég álít hann afar gott
dæmi um það, hverju sá íslendingur gat áorkað, sem hafði sjálfmenntazt
lxeima á íslandi, skroppið aðeins einu sinni til Evrópu — þá alveg sokkinn
niður í guðspeki — og kynnzt lífinu þar aðeins með bóklestri. Allt sem hann
afrekaði, það afrekaði hann af eigin rammleik, íslenzkur sveitamaður, sem
veit af eigin reynslu, hvað það er að verða allsleysingi í höfuðborginni. Því
er afar fróðlegt að fylgjast með því bæði í „Bréfi til Láru“ og síðari verkiun
hans og dagbókum, sem ég hef fengið leyfi til að lesa, hvernig tilfinningar
og hugsunarháttur hins nýja íslenzka öreiga og borgarhúa voru að breytast.
Það er táknrænt, að það var ekki fátækt sveitamannsins sem ól af sér skynjun
örbirgðarinnar, heldur fátækt borgaröreigans, að einverukenndin vaknaði
ekki í einangrun sveitalífsins, heldur var sprottin úr einmanaleika sem þjóð-
félagslegu fyrirbæri.
Einnig umræddar bækur þessara höfunda eru mjög ólíkar á ytra borði.
Samt eiga þær margt sameiginlegt. Ég vil einkum benda á þrjú atriði í þeim,
þar sem mér virðist afstaða höfundanna til veruleikans ný og af sama toga
spunnin.
110