Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Side 13
Merking hugtaksins ,vinstri‘
skilgreinum við vinstrihyggju í hugrænum en ekki stéttarlegum hugtökum.
Hér er gert ráð fyrir því að andlegt líf sé ekki og geti ekki orðið nákvæm
eftirlíking stéttabaráttunnar.
A grundvelli þessa getum við sett fram spurninguna um eiginleika vinstra
hugarfars innan mismunandi félagskerfa:
I kapítalískum löndum berjast vinstrisinnar fyrir afnámi allra félagslegra
forréttinda. í löndum án kapítalisma er krafa vinstrihyggju að afnumin
verði forréttindi, sem myndazt hafa á grundvelli kringumstæðna sem ekki
eru kapítalískar.
í kapítalískum löndum er baráttan um afnám allra tegunda nýlendukúg-
unar barátta vinstri manna. í löndum án kapítalisma krefjast þeir afnáms
misréttis, mismunar og arðráns vissra landa af öðrum.
í kapítalískum löndum berjast vinstri menn gegn takmörkun frelsis og
tjáningarfrelsis. Hið sama gera þeir í löndum án kapítalisma. Beggja vegna
berjast vinstrimenn gegn öllum mótsögnum frelsis, sem myndast við mis-
munandi þjóðfélagskerfi: hversu langt getur krafan um umburðarlyndi
gengið án þess að hún snúist gegn sjálfri hugmyndinni um umburðarlyndi?
hvernig á að tryggja að umburðarlyndi hjálpi ekki þeim sem leitast við að
kæfa allt umburðarlyndi? Þetta er hið mikla vandamál allra vinstri hreyf-
inga. Auðvitað gera vinstrimenn mistök og tekst misjafnlega vel og leiðir það
til kringumstæðna sem geta snúizt gegn þeim sjálfum. Samt sem áður einkenn-
ist vinstrihyggja ekki af gölluðum baráttuaðferðum, því að, (eins og við
höfum sagt áður) mat hennar ákvarðast á sviði hugsjóna.
í kapítalískum löndum leitast vinstrisinnar við að koma samfélagslífi á
veraldlegan grundvöll. Það á einnig við um lönd án kapítalisma.
Alls staðar berjast vinstrimenn gegn hverskonar menntahatri í samfélags-
lífi; þeir berjast alls staðar fyrir sigri skynsamlegrar hugsunar, sem er hreint
enginn munaður fyrir hugsuði, heldur órjúfanlegur hluti af samfélagsleg-
um framförum þessarar aldar. Án slíks yrði hverskonar tegund framfara
skopstæling á eigin grundvallaratriðum.
Óháð hagkerfum afsalar vinstrihyggja sér ekki valdbeitingu í neyð en
valdbeiting er engin uppfinning vinstrimanna, heldur óumflýjanleg form-
gerð félagslegs lífs. Vinstrihyggja viðurkennir mótsögn valdbeitingar, en
aðeins sem mótsögn og ekki sem forlög. Alls staðar eru vinstrimenn reiðu-
búnir að slaka til vegna sögulegra staðreynda, en þeir þvertaka fyrir hugsjóna-
legar tilslakanir; þeir afsala sér ekki þeim rétti að kunngera grundvallar-
sjónarmið tilveru sinnar, óháð hinum pólitísku aðferðum.
91