Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 6
Tímarit Máls og menningar Þegar við í Kvennaframboðinu tölum um sameiginlegan reynsluheim kvenna, þá erum við líka fyrst og fremst að tala um allan þann þorra kvenna sem býr við það hlutskipti að vera launþegar, húsmæður og mæður. Steinunn talar um þessa kenningu sem „falskenningu", en engu að síður þá fellur hún sjálf ofaní þá gryfju að nota hana. Hún segir t. d.: „Samfara því að konan fikrar sig út á við í þjóðfélaginu þarf karl hennar að fikra sig inn á við, kynnast af eigin raun og læra að virða hin hefðbundnu kvennastörf, þannig að heimar karla og kvenna verði ekki aðskildir heimar, heldur einn samofinn heimur handa nýjum kynslóðum jafnrétthárra einstaklinga." Kannski Steinunn finni það svona innst inni að þessi kenning er ekki eins fölsk og hún vill vera láta? Það er ákaflega margt í grein Steinunnar sem ég get í sjálfu sér fallist á, en oft segir hún ekki nema hálfan sannleikann eða þá að hún í ákafa sínum gegn Kvennaframboðinu gleymir mikilvægum hlutum. Flestir hljóta t. d. að sam- sinna því að pólitík snúist um það hvernig efnum og aðstæðum er skipt á milli manna, en hitt getur verið álitamál hvort eðlilegra sé „að afstaða sé tekin til hennar á grundvelli stéttar en kynferðis.“ Efnum og aðstæðum er ekki bara misskipt milli stétta heldur líka milli kynja. Eða hvað segir Steinunn um það að aðeins 3% giftra kvenna á Islandi náðu meðaltekjum árið 1979 en 61% karla? Og svo er það hitt að konur sem heild eiga aðeins 1% allra eigna heimsins. Eignum og gæðum heimsins er misskipt ekki bara milli stétta heldur líka milli kynja. Afstaða til pólitíkur verður a. m. k. að taka þetta hvort tveggja með í reikninginn. Ohætt mun að fullyrða að stéttabarátta eigi sér mun lengri hefð og sé lengra á veg komin um allan heim en kvennabarátta. Ljósasta dæmið um þetta er kannski einmitt sú staðreynd að það hefur hlotið nokkuð víðtæka viðurkenningu að menningarlegur munur sé milli stétta, en kenningin um menningarlegan mun milli kynja mætir enn mikilli andstöðu, m. a. innan íslenskrar vinstri hreyfingar. Sem konu finnst mér því, og hefur reyndar fundist allt frá því ég kynntist pólitísku starfi af eigin raun, mjög svo tímabært að helga kvennabaráttunni krafta mína. Sú barátta tekur á sig ýmis form þó málefnið sé hið sama. Kvennaframboðið er eitt þessara forma og það byggir á mjög víðtækri hreyfingu kvenna. Eg nota hugtakið „hreyfing“ hérna í mjög ákveðnum tilgangi því ég vil endilega hrekja þá firru, sem Steinunn og ýmsir fleiri eru haldnir, að Kvennaframboðið sé stjórnmálaflokkur. Sem betur fer skortir Kvennaframboðið þá glæstu pýramídahöll sem nauð- synleg mun hverju því fyrirbæri sem með einhverjum rétti vill kallast „flokkur" (bæði í borgaralegri og lenínískri merkingu þess orðs). Þar að auki skortir Kvennaframboðið heildarstefnu sem tekur til allra málefna þessarar þjóðar og utanríkispólitík að auki. Við höfum sett okkur það markmið að knýja fram forgang í ákveðnum málum sem til heilla horfa fyrir konur í þessari borg og þar við situr a. m. k. enn sem komið er. 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.