Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 7
Helgi Skúli Kjartansson Adrepur Kj arnorkuhitler Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt, þegar við hugsum um málefni samtímans, að finna hliðstæður og andstæður í fortíðinni, leita að sögulegu samhengi og sögulegu baksviði. Jafnvel sögulegum rökum, en þar vandast nú málið, því að í fortíðina er svo miklu auðveldara að sækja mælskubrögð og ræðuskraut heldur en raunverulega lærdóma handa samtímanum. Breyttar aðstæður gera það alltaf svo vafasamt hvort söguleg reynsla sé ennþá gild. T. d. um vígbúnaðarkapphlaupið. Nú hervæðast Atlantshafsveldin í kapp við Sovétríkin, og menn efast dálítið um það hvernig réttast sé að þeirri keppni staðið. Er þá ekki lærdómsríkt að athuga aðdraganda síðari heimsstyrjaldar og vígbúnaðarkapphlaupið sem Vesturveldin háðu þá við Þriðja ríki Hitlers? Jú, svara þeir sem vilja halda Rússum í skefjum með nógu öflugum kjarnorkuvígbúnaði. Þeir líkja sjálfum sér við þá framsýnu menn sem ákafast vöruðu við yfirgangsstefnu Hitlers og hvöttu snemma til vígbúnaðar gegn honum. Talsmönnum kjarnorkuafvopnunar er þá líkt við hina, sem af skammsýni og óskhyggju hafi mælt gegn vígbúnaðarkapphlaupi gegn Hitler og treysti því að geta haft hann góðan. Reynslan hafi svo sannað, álykta menn, að málstaður vígbúnaðarsinna hafi verið hinn eini rétti, stórskaðlegt á endanum að þeir fengu ekki alls kostar að ráða ferðinni. Þess vegna sé líka sú stefna réttust nú sem skyldust sé harðlínustefnunni gegn Hitler, nefnilega stefna Reagans forseta, Jóns Baldvins og Morgunblaðsins, og forðast beri villur Edwards Kennedy, Arna Gunnarssonar og Þjóðviljans. Nú er það ekki alls kostar einfalt mál, að hvaða leyti reynslan réttlætti harðlínustefnuna gegn Hitler; dálítið flókið líka að fræðast um Sovétríki samtímans með því að athuga Þýskaland fyrir stríð; en hitt er þó a. m. k. einfalt og augljóst, að vígbúnaðarkappklaupið er háð við alls óskyldar aðstæður eftir að stórveldin eignuðust gnægð gjöreyðingarvopna. Það væri meiri áhittingur- inn ef sama vígbúnaðarstefna væri hin rétta eftir sem áður. Annars var vígbúnaður kannski ekki umdeildasti þátturinn í stefnu Vesturveldanna gagnvart Hitler, heldur hitt hvort yfirleitt þýddi að ætla sér að komast hjá styrjöld við hann, og hvort hægt væri að friða hann með því einu að láta hann fara sínu fram á hæfilega afmörkuðu áhrifasvæði Þýskalands. í þessum efnum staðfesti reynslan harðlínustefnuna: Hitler varð ekki stöðvaður nema í styrjöld, og það styrkti einungis vígstöðu hans í hinni óhjákvæmilegu styrjöld, hve lengi var látið undan kröfum hans og yfirgangi: I Rínarhéruðum, Austurríki, Tékkóslóvakíu. 373
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.