Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 24
Tímarit Máls og menningar Um leið og gagnrýnandinn afneitar þeirri ábyrgð og vanmetur áhrifa- mátt sinn gerist hann samsekur um dauða leikhússins. Yfirleitt er gagnrýn- andinn heiðvirður maður sem vinnur starf sitt af alvöru án þess að gleyma eitt andartak hinni mannlegu hlið þess; þannig er sagt um einn af hinum nafntoguðu „Broadwayböðlum“ að hann hafi aldrei haft rólega samvisku af því hann vissi að hann einn hefði framtíð og gæfu annars fólks á valdi sínu. En jafnvel þótt gagnrýnandinn viti af eyðingarmætti sínum má hann ekki gera of lítið úr getunni til að láta gott af sér leiða. Þegar ríkjandi ástand er slæmt — og líklega myndu fáir gagnrýnendur neita því að svo sé — er ekki um annað að ræða en að meta það sem gerist með hliðsjón af einhverju framkvæmanlegu markmiði. Þetta markmið sem er enn þá mjög svo óskil- greint er dálítið lífvænlegra leikhús en að því hlýtur jafnt gagnrýnandinn sem listamaðurinn að stefna. Til að ná því verða báðir að leggjast á eitt um að leita uppi hvað eina sem vísar til þess. Samskipti okkar við gagnrýnend- urna geta verið óþægileg á yfirborðinu, en þegar dýpra er skoðað geta hvorugir án hinna verið. Eins og fiskurinn í sjónum þörfnumst við hæfninnar til að rífa hvert annað á hol til að lífið á hafsbotni haldi áfram. En að rífa í sig er ekki nærri nóg: við þurfum að vinna saman að því að komast upp á yfirborðið. Það reynist okkur öllum erfiðast. Gagnrýnand- inn er með í leiknum og það skiptir ekki öllu máli hvort hann skrifar umsagnir sínar hratt eða hægt, hefur þær langar eða stuttar. Aðalatriðið er að hann hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig leikhúsið gæti verið í sam- félagi hans en sé jafnframt reiðubúinn að endurskoða þessar hugmyndir í ljósi hverrar nýrrar reynslu. Hversu margir gagnrýnendur rækja starf sitt með þessu hugarfari? Af þessum sökum er mjög æskilegt að gagnrýnandinn kynnist starfi leik- húsfólks eins náið og kostur er. Eg get ekki séð neitt athugavert við að gagnrýnandi sökkvi sér ofan í starf okkar og líf, hitti leikara, fylgist með starfinu og kynnist því af eigin raun. Auðvitað kemur hér upp dálítið félagslegt vandamál, þ. e. hvernig gagnrýnandinn á að fara að því að tala við þá sem hann hefur nýverið skammað opinberlega. Ef mönnum er full alvara er sá vandi þó auðleystur og engin ástæða er til að ætla að gagnrýnandinn taki að sýna þessum nýju kunningjum sínum undanláts- semi. Sú gagnrýni sem leikhúsfólk sjálft beinir hvert að öðru er vanalega gersamlega miskunnarlaus — en ekki síður hárnákvæm. Augljóslega er sá gagnrýnandi dauður sem lætur sér leiðast í leikhúsinu, en hið sama á við gagnrýnandann sem elskar leikhúsið en er ekki fær um að gagnrýna það. Lifandi er sá gagnrýnandi einn sem hefur skilgreint fyrir sjálfum sér hvað leikhús gæti verið — og hefur hugrekki til þess að endurmeta þá skil- greiningu í hvert einasta skipti sem hann nýtur leiklistar. 390
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.