Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 36
Thomas Ahrens Pilturinn, sem fór útí heiminn til að læra að hræðast „Er það gott? spurði ég. Börnum þykir bragðið alltaf ljúffengast hjá öðrum. Hinsvegar taka þau fljótt eftir því, hvað er að þar líka. Ef allt væri gott heima, þá væru þau ekki svona viljug til að fara burt. Þau finna oft snemma til þess að bæði hér og þar gæti margt verið öðruvísi." Ernst Bloch. List og ímyndunarafl Þegar rætt er um listræn vandamál láta varla aðrir til sín heyra en þeir sem gert hafa listina að sérgrein sinni. Því er það að slíkum mönnum hættir til að einblína um of á sérstæði listarinnar og einangra hana frá öllum öðrum sviðum mannlegs lífs. Barnaleikhús á Islandi og víðar í Evrópu hafa orðið illa fyrir barðinu á slíkum misskilningi. Þórunn Sigurðardóttir skrifaði á sínum tíma grein til birtingar í riti um barnaleikhús á Norðurlöndum, sem gefið var út af Norræna Menning- armálasjóðnum. Greinin, sem nefnist „Leiklist fyrir börn á Islandi“, birtist í Þjóðviljanum 13.-14. desember 1980. Þareð grein Þórunnar sýnir okkur áðurnefndan misskilning í hnotskurn, langar mig að vitna til nokkurra atriða, sem þar koma fram. I greininni segir m. a.: Kröfur til efnis og boðskapar urðu um tíma mjög háværar og jafnvel enn fyrirferðarmeiri en kröfur um bætta listræna framsetningu. Þar er kominn sá gullkálfur sem listamennirnir dansa í kringum, atgeirinn ógurlegi sem gagnrýnandinn vegur með, eða heggur í vindinn með ef svo ber undir: „listrtenn“. Jafnsjálfsagt og það þykir að beita þessu orði, þannig virðist það ennfremur sjálfsagður hlutur að sneiða með öllu hjá því að skýra merkingu þess. Hvað skyldi vera átt við með orðunum „list“ og „listrænn"? Skyldi þar vera um að ræða listviðhorf rómantísku stefnunnar, sem gerði ráð fyrir því að raunverulegan og sálrænan uppruna listar og listsköpunar mætti rekja til ímyndunaraflsins? Eða er hér átt við viðhorf Aristótelesar og natúralisma seinni tíma, þarsem gert er ráð fyrir því að listin sé sprottin af eftirlíkingarhvötinni? 402
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.