Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 45
Pilturinn sem fór útí heim
dóma hins barnslega ímyndunarafls með því að freista þess að sýna
ímyndaðan hugarheim barna á leiksviðinu. Slíkar tilraunir eru þó jafnan
dæmdar til að mistakast, þareð þessir höfundar hafa með öllu vanrækt að
kynna sér þá áhorfendur sem þeir þykjast skrifa verk sín fyrir.
Allt þetta miðar hinsvegar að því einu að uppræta ímyndunaraflið sjálft.
Allir sem vinna að slíkum sýningum, höfundur sviðsmyndar, búninga-
teiknari, leikstjóri og leikarar, keppast við að fella ímyndunaraflið í fastar
skorður sem er beinlínis andstætt eðli þess. Slíkar aðferðir eru álíka
viturlegar og það ef einhver ætlaði sér að láta bílvél ganga fyrir vélareftir-
líkingu í stað eldsneytis.
Það verður að örva og næra ímyndunarafl barna. Hinsvegar hefur hið
barnslega ímyndunarafl enga þörf fyrir eftirmynd þess sjálfs, sem búið er
að afskræma í spegli hinna fullorðnu. — Börn hafa þörf fyrir ævintýri, en
þau verða að vera í söguformi. Það „fóður“ sem ímyndunaraflið fær í
leikhúsinu verður að vera úr forðabúri raunveruleikans. Þetta ætti annars-
vegar að vera ljóst af því sem á undan er komið, og hinsvegar er unnt að
vísa til niðurstaðna sálfræðilegra athugana á vitrænum og tilfinningalegum
þroska barna, sem undirstrika beinlínis nauðsyn þessara tengsla við raun-
veruleikann ef menn vilja vinna á ábyrgan hátt að leiksýningum fyrir börn.
Það færi reyndar vel á því, að niðurstöður slíkra rannsókna væru liður í
almennri þekkingu foreldra, rithöfunda og leikhúsfólks.
Leikhúsið
Raunsæisleikhús fyrir börn stýrist af þeim ásetningi að taka börnin alvar-
lega og virða þau bæði sem áhorfendur og viðmælendur. Þannig getur leik-
húsið orðið sá vettvangur þarsem barnið fær í fyrsta sinn að njóta sín sem
skynsemisvera. Hefðbundið barnaleikhús reynir framar öðru að hreyfa við
tilfinningu barnanna og þar ráða hræðslumeistarar (Angstmacher) lögum
og lofum. Slíkt leikhús lifir og nærist á allskyns óskynsamlegum ótta með
öllum þeim rammpólitísku verkunum sem jafnan fylgja slíkum ótta. Það er
orðið tímabært að hreinsa ærlega til á þessum vettvangi.
Margir fullorðnir líta á það sem stóran glæp að umfjöllun um fagurfræði-
leg vandamál leikhússins skuli vera látin víkja fyrir stöðugri umfjöllun um
raunverulegt líf barna í samfélaginu, sem hlýtur að vera í brennidepli allrar
umræðu innan svonefnds raunsæisleikhúss fyrir börn. Slík umræða er for-
senda þess að gagnkvæmur skilningur skapist milli leikhúsfólksins og
barnanna í salnum. Ef þesskonar skilningur nær að skapast, þá er leikhúsið
orðið sá vettvangur þarsem raunveruleg vandamál barnanna sjálfra eru
dregin framí dagsljósið. Oðrum vettvangi fyrir slík vandamál er alla jafna
411