Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 45
Pilturinn sem fór útí heim dóma hins barnslega ímyndunarafls með því að freista þess að sýna ímyndaðan hugarheim barna á leiksviðinu. Slíkar tilraunir eru þó jafnan dæmdar til að mistakast, þareð þessir höfundar hafa með öllu vanrækt að kynna sér þá áhorfendur sem þeir þykjast skrifa verk sín fyrir. Allt þetta miðar hinsvegar að því einu að uppræta ímyndunaraflið sjálft. Allir sem vinna að slíkum sýningum, höfundur sviðsmyndar, búninga- teiknari, leikstjóri og leikarar, keppast við að fella ímyndunaraflið í fastar skorður sem er beinlínis andstætt eðli þess. Slíkar aðferðir eru álíka viturlegar og það ef einhver ætlaði sér að láta bílvél ganga fyrir vélareftir- líkingu í stað eldsneytis. Það verður að örva og næra ímyndunarafl barna. Hinsvegar hefur hið barnslega ímyndunarafl enga þörf fyrir eftirmynd þess sjálfs, sem búið er að afskræma í spegli hinna fullorðnu. — Börn hafa þörf fyrir ævintýri, en þau verða að vera í söguformi. Það „fóður“ sem ímyndunaraflið fær í leikhúsinu verður að vera úr forðabúri raunveruleikans. Þetta ætti annars- vegar að vera ljóst af því sem á undan er komið, og hinsvegar er unnt að vísa til niðurstaðna sálfræðilegra athugana á vitrænum og tilfinningalegum þroska barna, sem undirstrika beinlínis nauðsyn þessara tengsla við raun- veruleikann ef menn vilja vinna á ábyrgan hátt að leiksýningum fyrir börn. Það færi reyndar vel á því, að niðurstöður slíkra rannsókna væru liður í almennri þekkingu foreldra, rithöfunda og leikhúsfólks. Leikhúsið Raunsæisleikhús fyrir börn stýrist af þeim ásetningi að taka börnin alvar- lega og virða þau bæði sem áhorfendur og viðmælendur. Þannig getur leik- húsið orðið sá vettvangur þarsem barnið fær í fyrsta sinn að njóta sín sem skynsemisvera. Hefðbundið barnaleikhús reynir framar öðru að hreyfa við tilfinningu barnanna og þar ráða hræðslumeistarar (Angstmacher) lögum og lofum. Slíkt leikhús lifir og nærist á allskyns óskynsamlegum ótta með öllum þeim rammpólitísku verkunum sem jafnan fylgja slíkum ótta. Það er orðið tímabært að hreinsa ærlega til á þessum vettvangi. Margir fullorðnir líta á það sem stóran glæp að umfjöllun um fagurfræði- leg vandamál leikhússins skuli vera látin víkja fyrir stöðugri umfjöllun um raunverulegt líf barna í samfélaginu, sem hlýtur að vera í brennidepli allrar umræðu innan svonefnds raunsæisleikhúss fyrir börn. Slík umræða er for- senda þess að gagnkvæmur skilningur skapist milli leikhúsfólksins og barnanna í salnum. Ef þesskonar skilningur nær að skapast, þá er leikhúsið orðið sá vettvangur þarsem raunveruleg vandamál barnanna sjálfra eru dregin framí dagsljósið. Oðrum vettvangi fyrir slík vandamál er alla jafna 411
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.