Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 55
Latneskur andi vitsmunalegum skilningi. Slíkt hið sama eru svíar að reyna að keppa eftir að verða meðal skandinavískra þjóða. Ef við höldum samanburð- inum áfram sitja rúmenar meðal latneskra þjóða í svipuðum sessi og finnar meðal skandinavískra, danir eru hinir smekklegu ítalir norðurs- ins, fegurðarskyn þeirra nálgast ævinlega það að vera væmið, en fer sjaldan yfir mörk væmninnar, norðmenn eru þá belgar, við íslendingar líkjumst hinum háfjallalegu og þrjósku spánverjum, en færeyingar eru sem portúgalar, með augun full af sjó og mildri víðáttu. Eg veit ekki hvort nokkur hefur veitt athygli þessum hliðstæðum meðal menningarheilda landa norður og suður Evrópu, afkomenda víkinga og rómverja, en mér finnst hliðstæðan vera stöðugt meira áberandi, eftir að hinar latnesku þjóðir fóru að taka skandinava á vissan hátt sér til fyrirmyndar á fjölmörgum sviðum stjórnunar og fé- lagshyggju, og eftir að svíar byrjuðu að brjótast til valda sem forystu- þjóð Skandinavíu. A síðustu árum hafa svíar reynt að leggja undir sig menningu norðurlanda og gert norðurlönd að menningarnýlendu sinni, líkt og frönsk menning hefur verið fram á vora tíma ríkjandi meðal latneskra þjóða. Hver kynstofn hefur sitt sérstaka viðhorf til náttúrunnar. Japanir hefja náttúruna í æðra veldi. Þegar þeir gera hana að sínu húsdýri hefta þeir hana í görðum og kappkosta að draga lit og sál grasa og jurta fram í dagsljósið. I breskum görðum fær náttúran að njóta sín að mestu villt og ósnortin, en maðurinn hefur umsjón með henni og hvert gróðurinn stefnir. Rússneskir garðar eru það eitt að stólpar eru reknir í jörð, þar sem einhverjum dettur slíkt framtak í hug og segir ákveðinn: „Þetta er garður.“ Islenskur garður hefur löngum verið hvað með öðru, eins og hugsun okkar: kartöflur í þremur beðum, rófur í tveimur, radísur, gulrætur og grænmeti í hálfu beði. I hinum helmingi garðsins vaxa kornblóm, næturfjólur og prestakragar. Latneskar þjóðir eiga tvær ákveðnar og fastmótaðar tegundir af görðum: ítalskan garð og franskan garð. I gerð og skipulagi latneskra garða má greina viðhorf þjóðanna til lífsins, frelsisins og fegurðarinnar, enda njóta menn lífs, frelsis og fegurðar í ræktuðum skrautreitum. Ég held að latneskur andi sé öðru fremur formleit, en að hinn germanski sé leit að innihaldi og merkingu formsins. Ég held að latneskt fólk kappkosti öðrum fremur að færa hugsun sína í stílfærðan búning. Það meinar henni að leika taumlaust lausum hala í framrás tilfinninganna. Framreiðsla hins andlega fæðis, hvernig hugsunin er 421
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.