Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 60
Tímarit Máls og menningar í sama heila. Hinar öru sveiflur í skapgerðinni spruttu ekki af tilfinn- ingaauðgi, heldur af áhrifum sem barnið hafði orðið fyrir í uppeldinu. Orsökin fyrir tvíeðlinu var þessi að mínu viti: Sá var siður æðri stétta og jafnvel millistétta að maður tók sér konu næstum einungis til þess að hún fæddi honum börn og stofnaði heimili, en ástkonu sinni veitti hann ást. Hinir tilfinningalegu og líkamlegu þættir sambúðarinnar voru aðskildir. En þótt konan hefði alið manni sínum barn í hagsýnni sambúð þá annaðist móðirin ekki uppeldi afkvæmisins nema að litlu leyti, barnið var fært þjónustuliðinu til umönnunar og óx það undir handarjaðri þjónustustúlkna sem voru jafnan frumstæðar sveitakonur og unnu á heimilinu fyrir mat sínum eða lágum launum. Frá þessum alþýðukonum erfði barnið hrjúfa fram- komu sem fylgir erfiðri lífsbaráttu, en frá móður og föður hlaut það tilfinningalega hörku eða kulda sem oft er samfara menningunni. Með iðnvæðingu urðu vinnukonur og hjú æ sjaldgæfari, og fóru áhrif hins óbrotna manns á afkvæmi borgaranna stöðugt þverrandi. Og eftir að mæður þurftu að annast sjálfar uppeldi barna sinna, og feður að einhverju leyti líka, þá hefur latnesk skapgerð mildast og breyst; og hinir nýju almenningsgarðar líkjast nú fremur enskum görðum en þeim sem spruttu af arfi rómverja. Sama breyting er að ryðja sér til rúms á öllum sviðum menningar, í bókmenntum, ljóðagerð, málaralist, vísindum og tónlist, eða hvarvetna þar sem einstaklingurinn tjáir hug sinn og hugsun. Hvarvetna er auðsætt að einstaklingarnir hafa alist upp við móðurbarm en ekki í kjöltu óskyldrar vinnukonu sem hellir í sál þess hráslaga. En þó örlar þar eins og hér á stofnanaskapgerð hjá fólki sem alist hefur upp á barnaheimilum og notið hefur lærðrar framkomu hinna ópersónulegu fóstra, eftir að borgaralegum menntakonum tókst að sveigja kvenfrelsisbaráttuna að mestu í eigin þágu, þannig að þær fengju frelsi til að starfa og nýja gerð af vinnukonum, í hlutverki dagmæðra, húshjálpar, fóstra: gömlu hjúin í launaðri mynd, líkt og tilbrigði við sama gamla stefið. Um andstæðurnar í latnesku eðli langar mig að segja tvær stuttar sögur í lokin: Fyrir fjölmörgum árum í Barcelona bauð kunningi minn mér að borða ásamt fjölskyldu og húsverði sínum undir berum himni í hlíðum fjallsins Tibidabo á fögrum vordegi. Þetta var forn ættarsiður að húsbóndi, húsvörður, konur og börn beggja borðuðu saman í hlíðum fjallsins einu sinni á ári að vorlagi. Kona húsvarðarins hafði alið upp 426
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.