Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 79
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna
ir), en að öðru leyti skýrir hann ekki þennan „klofning“ í sögunni. Hann
gefur í skyn að engin lifandi tengsl myndist milli persóna sem dregnar eru
upp og hinna pólitísku umsvifa, en af hverju fjallar hann þá ekki um slíkan
regingalla? Eða er það kannski hans persónulegi smekkur sem hér ræður
skrifum; er það ritdómarinn sjálfur sem er ekkert hrifinn af svona pólitísku
brölti í sögum, en aðrir gætu verið ósammála? Um þetta getur lesandi
ekkert vitað. Annaðhvort verður hann að trúa orðum ritdómarans skilyrð-
is- og gagnrýnilaust eða hann er í tómarúmi.
Jón Viðar Jónsson fellur í sínum ritdómi í gamalkunna gryfju. Hann sér í
sögumanni bókarinnar (sem er rithöfundur og talar beint til lesenda í 1.
persónu) persónu sjálfs rithöfundarins, þ. e. Kristjáns Jóhanns, og dæmir
út frá því. En eins og allir hinir gagnrýnendurnir minnast á verður að varast
slíkt í þessari sögu, þar sem á köflum er erfitt að sjá skil á milli „rithöfund-
anna“ (eins og í seinni hluta 8. lesendabréfs, sem Jón Viðar birtir í heild), en
söguhöfundur horfir annars staðar á sögumanninn úr írónískri fjarlægð
(sbr. fyrri hluta sama bréfs). Jón Viðar skoðar þessi bréf hins vegar sem
„bókmenntafræðilegar orðsendingar“ frá höfundi til lesanda og ræðst nú á
hinn fyrrnefnda með miklu háði: „. . . þar virðist höfundur reyna að
útskýra hvers vegna saga hans er jafn góð og raun ber vitni. í þessum
bréfum fær hinn fáfróði lesandi m. a. að vita . . .“ í þessum dúr tekur Jón
Viðar svo fyrrnefnt 8. lesendabréf fyrir, skoðar það sem „listrænt pró-
gramm“ bókarinnar og þykist þekkja þar „natúralismann, gamla og góða“.
Slíkt nær ekki nokkurri átt þegar verið er að ræða verk með vísvituðum
vangaveltum um stöðu höfundar sem gefist hefur upp við alla heilsteypta
endurspeglun veruleikans — þar hefur okkur borið langan veg frá natúral-
ismanum. Þetta minnir á hversu varnarlaus stór hluti blaðalesenda hlýtur
að vera þegar gagnrýnendur nota sér, án frekari útlistana, hugtök úr
bókmenntafræðinni; það hljóta að vera hlutfallslega fáir meðal almennings
sem sagt geta til um hvernig viðkomandi hugtök eru notuð og hvort rétt er
með farið.
Það sem þó er neikvæðast við ritdóm Jóns Viðars er að mínu mati
tónninn í skrifum hans, blandinn hæðni og lítilsvirðingu. I framhaldi af
talinu um natúralismann segir hann til dæmis:
Fer þessi 19. aldar listfræði eflaust ágætilega saman við stéttarbaráttuhug-
myndir þær sem gegnsýra bókina og virðast höfundinum ekki síður hug-
leiknar en mannlífið sem hann telur að leiti á sig.
Ekki sé ég betur en að í síðustu orðunum felist hálfgildings móðgun, þegar
ritdómarinn gefur m. a. s. í skyn að ekkert raunverulegt mannlíf sé höfund-
445