Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 89
Bókmenntagagnrýni dagblabanna
„framleiða" fremur fáir gagnrýnendur mikinn fjölda ritdóma, sumir fara létt
með nokkra í viku hverri, jafnvel stundum einn á dag, að því er virðist.
Ohjákvæmilega er höndum oft kastað til verka við slíkar aðstæður. I slíkri
fjöldaframleiðslu er ekki hægt um vik að gera sómasamlega úttekt á hinu
einstaka skáldverki.
Aðeins er um tvær leiðir að velja til að breyta ástandinu. Annað hvort
verður að dreifa ritdómasmíðinni yfir mun lengri tíma, eða fá fleiri til að
skrifa, svo hver og einn fái gert sínum verkum sæmandi skil. Meðan
ástandið er óbreytt getur gagnrýnin ekki sýnt bókmenntum okkar fulla
virðingu.
Athugasemdir og tilvísanir
1 Þessar þrjár bækur eru allar skáldsögur, en með því vonast ég til að fá
heildarsvip á umfjöllunina. Lesendur verða sjálfir að dæma um hvenær hún á
við um ljóða- og leiklistargagnrýni og hvenær svo er ekki.
2 Sjá Roland Barthes:Cnhý«e et verité, 1966. Þýsk útgáfa: Kritik und Wahrbeit,
Frankfurt am Main, 1967.
3 „Vorschláge", Kritik — von wem/fiir wen/wie. Eine Selbstdarstellung deutscher
Kritiker (útg. Peter Hamm), Múnchen, 1970 [hér eftir nefnd Kritik], bls. 43.
4 „Þetta er ekki LIST“, Tímarit Máls og menningar 3/1981 bls. 323.
5 Líka líf, Iðunn 1979, bls. 7.
6 „Beschreiben, was war“, Kritik, bls. 58.
7 „Drei Aufgaben der Kunstkritik", Kritik, bls. 116. (Ohff er að vísu mynd-
listargagnrýnandi en það ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi).
8 Þjóðviljinn, 5—6. desember 1981.
9 Vísir, 19. júlí 1968.
10 „Fúnf Antworten auf fúnf Fragen zur Theaterkritik", Kritik, bls. 49.
11 Ohff, bls. 116.
12 Kannski eru eftirfarandi orð úr fyrrnefndri blaðagrein Þráins dæmigerð fyrir
trú sumra lesenda á „mælistikuaðferðinni": „Ekki ætti sæmilegum bókmennta-
gagnrýnendum að veitast erfiðara, að þekkja góða rithöfunda, heldur en íþrótta-
fréttariturum að velja úr góða knattspyrnumenn.“
13 „Was ist Kritik“, Literatur oder Geschichte, Frankfurt am Main, 1981, bls. 62 —
69. Á frummálinu birtist þessi ritgerð í Essais critiques, 1964.
14 „Der Grosskritiker", Kritik, bls. 21.
15 Ég er alls ekki að hvetja til undanlátssemi og linkindar í gagnrýni, og vel má vera
að íslensk blaðagagnrýni hafi verið of væg um dagana, eins og sumir hafa haldið
fram (sbr. Árni Bergmann, Þjóðv. 9. febr. 1975; Ólafur Jónsson, Vísir, 9. júní
1970). En kröfuharkan þarf að vera studd röksemdafærslu og hún virðist ekki
vera á færi allra gagnrýnenda.
455