Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 108
Tímarit Máls og menningar
útvarpi og kvikmyndum, úr tískuaðferð í mannlegan viðburð. — Imyndið
ykkur leikatriði um fjölskyldu: móðirin er í þann veginn að þrífa brons-
styttu til að kasta í dóttur sína; faðirinn er í þann mund að opna gluggann
til að kalla á hjálp. A þessu augnabliki gengur ókunnugur gestur inn á
sviðið. Framvindan er rofin; í hennar stað koma í ljós aðstæður sem nú
blasa við augum hins ókunnuga: afskræmd andlit, opinn gluggi, húsbúnað-
ur á rúi og stúi. En það sjónarhorn er til sem gerir jafnvel hversdagslegri
fyrirbæri nútímalífs þessu lík. Það er sjónarhorn epíska leikhúsmannsins.
Hann teflir fram tilraunastofu leikhússins gegn fullkomnu og frágengnu
leikhúsverki. Hann grípur á nýjan hátt til hins gamla og góða möguleika
leikhússins — að geta varpað ljósi á viðstadda. Kjarninn í tilraunum hans er
manneskjan. Manneskja nútímans; þ. e. a. s. smækkuð, mótuð af köldu
raunsæi í köldu umhverfi. En þar sem við eigum ekki kost á annarri
manneskju en þessari, þá langar okkur til að kynnast henni. Hún er vegin
og metin. Niðurstöðurnar eru þessar: Það er ekki hægt að breyta fram-
vindunni þegar hún nær hámarki sínu, ekki með dyggðum og ákvörðun-
um, heldur aðeins þegar hún fylgir sínum venjulegu föstu brautum, með
skynsemi og æfingu. Það er hlutverk epíska leikhússins að búa til það sem í
leikhúsfræði Aristotelesar er nefnt „athöfn" úr smæstu þáttum hegðunar.
Þess vegna er tækni þess líka fábrotnari en í hefðbundnu leikhúsi; sama er
að segja um markmiðin. Því er ekki ætlað að hræra upp í tilfinningum
áhorfenda, jafnvel þó þær heiti uppreisnarandi, heldur að gefa áhorfendum
yfirsýn yfir aðstæður sínar, færa þá í vissa fjarlægð frá þeim til þess að vekja
þá til umhugsunar um þær á varanlegri hátt. I framhjáhlaupi skal svo á það
bent að ekki verður hugsunin betur örvuð af öðru en hlátri. Og sérstaklega
er ör hreyfing þindarinnar huganum hagstæðari en hræringar sálarinnar.
Epíska leikhúsið heldur sig ríkmannlega einungis þegar kemur að því að
kitla hláturstaugar áhorfendanna.
Kannski hafið þið tekið eftir að í þeim hugleiðingum sem nú er að ljúka
er bara gerð ein krafa til rithöfundarins, krafan um að velta vöngum, að
hugleiða stöðu sína í framleiðsluferlinu. Það má treysta því að niðurstöður
þessara vangaveltna hjá rithöfundum sem máli skipta, þ. e. bestu tækni-
mönnum í sínu fagi, leggi grundvöll að samstöðu þeirra með verkalýðnum
á yfirvegaðan hátt. Mig langar að lokum að koma með raunhæft sönnun-
argagn fyrir þessu og segja frá lítilli grein úr Parísartímaritinu „Commune".
„Commune" sendi út fyrirspurnina: „Fyrir hvern skrifið þér?“ Eg vitna hér í
svar René Maublanc auk viðeigandi athugasemda frá Aragon.19 „Eflaust
skrifa ég,“ segir Maublanc, „nær eingöngu fyrir borgaralega lesendur. I
fyrsta lagi vegna þess að ég er tii þess neyddur" — hér vísar Maublanc til
starfs síns sem menntaskólakennari —, „í öðru lagi vegna þess að ég er af
474