Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 109
Höfundurinn sem framleiðandi borgaralegum uppruna, hlaut borgaralegt uppeldi og kem úr borgaralegu umhverfi. Eðlilega hef ég tilhneigingu til að snúa mér að þeirri stétt sem ég tilheyri, sem ég þekki best og skil best. Það þýðir hins vegar ekki að ég skrifi til að þóknast henni eða styrkja. Annars vegar er ég sannfærður um að öreigabyltingin er bæði nauðsynleg og æskileg, hins vegar að hún verður þeim mun hraðari, auðveldari, árangursríkari og hefur minni blóðsúthell- ingar í för með sér sem mótstaða borgarastéttarinnar er minni . . . Verka- lýðsstéttin þarfnast nú bandamanna úr röðum borgarastéttarinnar, alveg eins og borgarastéttin þurfti á bandamönnum úr röðum aðalsins að halda á 18. öld. Eg kýs að skipa mér í flokk þessara bandamanna." Aragon hefur þessar athugasemdir fram að færa: „Félagi okkar fjallar hér um vandamál sem snertir mikinn fjölda nútímarithöfunda. Ekki hafa allir kjark til að horfast í augu við þann vanda . . . Þeir eru fáir sem gera sér eins góða grein fyrir stöðu sinni og René Maublanc. En af þeim verðum við einmitt að krefjast meira . . . Það er ekki nóg að veikja borgarastéttina innan frá, það verður að berjast við hana með verkalýðnum . . . Andspænis René Maublanc og mörgum vinum okkar úr hópi rithöfunda, sem enn eru hikandi, blasir við fordæmi sovésku rithöfundanna sem komu úr rússnesku borgarastéttinni, en urðu þó brautryðjendur í sósíalískri uppbyggingu.“ Svo mörg voru þau orð Aragons. En hvernig urðu þessir rithöfundar að brautryðjendum? Áreiðanlega ekki án mjög harðrar baráttu og afar erfiðra skoðanaskipta. Þeim hugleiðingum sem ég hef flutt ykkur er ætlað að draga lærdóm af þessari baráttu. Þær styðjast við hugtak sem leysti deiluna um stöðu rússneska menntamannsins: sérfræðingshugtakið. Samstaða sér- fræðingsins með verkalýðnum — í henni felst lykillinn að þessari lausn — getur aldrei orðið öðruvísi en óbein. Aktívistarnir og talsmenn Nýju staðreyndastefnunnar geta hagað sér eins og þeim sýnist, en þeir geta ekki vísað þeirri staðreynd á bug að vaxandi örbirgð menntamannsins gerir hann næstum aldrei að öreiga. Hvers vegna ekki? Sökum þess að borg- arastéttin færði honum í formi menntunar framleiðslutæki upp í hendur, sem tengir hann þeirri stétt samstöðuböndum vegna menntunarforréttinda sinna. Því er það með fullum rétti sem Aragon heldur fram í öðru sam- bandi: „Byltingarsinnaði menntamaðurinn er fyrst og fremst svikari við stétt sína.“ Þessi svik felast í þeirri starfsemi rithöfundarins sem breytir honum úr starfsmanni við framleiðslutæki í verkfræðing sem sér hlutverk sitt í því að aðlaga það markmiðum öreigabyltingarinnar. Þetta er óbeint framlag, en það frelsar þó menntamanninn frá þvi hreina niðurrifsstarfi sem Maublanc og margir félagar hans telja hann þurfa að takmarka sig við. Tekst honum að stuðla að þjóðnýtingu hinna andlegu framleiðslutækja? Sér hann leiðir til að skipuleggja það verkafólk, sem vinnur andleg störf, í 475
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.