Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 113
Umsagnir um bakur Stúlka á bláum hesti veifar við einstigið. (22) Hér erum við gengin inn í veröld þjóð- trúar og töfra, og þeirrar veraldar sér víðar staði í þessari bók. I ljóðinu Berg- ið tekur hún öll völd: A þessum dægrum töfra. . . Veggirnir safnast til víðernanna og bandinginn gengur langar heiðríkjur á vit spánna. Nú er spunatími. Hin fjórða útsprungin í bergi með blik segulsaxins í lithimnunum og öll himintunglin í hárinu. (28) Hér eru töfrarnir allsráðandi, veggir hveifa út í buskann og sá sem hefur verið bundinn (af þeim) skálmar nú „langar heiðríkjur“, kannski þangað sem verið er að spinna honum örlagaþræði. Ævintýraveran sem nefnd er „hin fjórða" minnir á fjórðu álfameyna sem bauð Ólafi liljurós að ganga í björg og lagði hann saxi þegar hann vildi ekki þýðast hana. Sú álfamær kemur reyndar einnig við sögu í ljóðinu Hin fjórða (24). Þar er bernskuminning, stelpa sem dansaði á haughúsþaki í sólskini í júlí, tengd annarri sýn, konu sem dansar á sama árstíma hálfri öld síðar á Ólafsvöku í Færeyjum. . . . ennþá fögur og þokkafull. Þá þekkti ég hana. Þetta var fjórða álfa- mærin. Þannig tengjast raunveruleiki og skáld- skapur. . . . þú ert stödd í draumi um þig sjálfa vitleysunni í mér annavala vertu mér ekki reið (16) Fegurðardýrkun er ríkur þáttur í þessum ljóðum. Það er hún sem tengir saman náttúru- og ástarljóð þessarar bókar — í kvenlýsingunum birtist sams konar fegurðaropinberun og í nátt- úrukvæðunum (Mynd án veggs, Allt, Blístrið). Og fyrir tilverknað hennar er skammt yfir í heim ævintýra og galdurs. Líkingamál og framsetningarháttur kvæðanna er kapítuli út af fyrir sig. I stað þess að það sé glóð í augum og stirni á hár Hinnar fjórðu er hún sögð með blik segulsaxins í lithimnunum og öll himintunglin í hárinu. (28) Líkingarnar eru víða nýstárlegar og sums staðar torræðar og seinteknar, ekki síst í kvæðum þar sem tekist er á við viðfangsefni á borð við skáldskap og jarðneskan veruleika, ímyndunarafl og hversdagsleika (Nafnlaus nöfn, Farir). Alskír vefur er þægilegur gráum heilanum og börnin vinnuglöð sem annast talninguna. En margt býr í herbergjunum. A láréttum stundum sækir ókunn systir í háar brekkur þar sem grös ilma. (21) Stefán Hörður hefur víða í ljóðum sínum orðað ugg gagnvart válegum tíð- indum í mannheimi og rækilega hafa ótíðindin magnast í kringum okkur frá því sú bölsýna bók Hliðin á sléttunni var gefin út. Það er heldur engin ástæða til að ætla að skáldinu sé bjartara fyrir augum nú. En umheimurinn þrengir sér ekki inn í þessi kvæði, heldur magnar hann lífsþorsta þeirra og fegurðarþrá. 479
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.