Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Síða 113
Umsagnir um bakur
Stúlka á bláum hesti
veifar við einstigið. (22)
Hér erum við gengin inn í veröld þjóð-
trúar og töfra, og þeirrar veraldar sér
víðar staði í þessari bók. I ljóðinu Berg-
ið tekur hún öll völd:
A þessum dægrum töfra. . .
Veggirnir safnast til víðernanna
og bandinginn gengur langar
heiðríkjur
á vit spánna. Nú er spunatími.
Hin fjórða útsprungin í bergi
með blik segulsaxins í lithimnunum
og öll himintunglin í hárinu. (28)
Hér eru töfrarnir allsráðandi, veggir
hveifa út í buskann og sá sem hefur
verið bundinn (af þeim) skálmar nú
„langar heiðríkjur“, kannski þangað sem
verið er að spinna honum örlagaþræði.
Ævintýraveran sem nefnd er „hin fjórða"
minnir á fjórðu álfameyna sem bauð
Ólafi liljurós að ganga í björg og lagði
hann saxi þegar hann vildi ekki þýðast
hana. Sú álfamær kemur reyndar einnig
við sögu í ljóðinu Hin fjórða (24). Þar
er bernskuminning, stelpa sem dansaði
á haughúsþaki í sólskini í júlí, tengd
annarri sýn, konu sem dansar á sama
árstíma hálfri öld síðar á Ólafsvöku í
Færeyjum.
. . . ennþá fögur og þokkafull. Þá
þekkti ég hana. Þetta var fjórða álfa-
mærin.
Þannig tengjast raunveruleiki og skáld-
skapur.
. . . þú ert stödd í draumi um þig
sjálfa vitleysunni í mér annavala
vertu mér ekki reið (16)
Fegurðardýrkun er ríkur þáttur í
þessum ljóðum. Það er hún sem tengir
saman náttúru- og ástarljóð þessarar
bókar — í kvenlýsingunum birtist sams
konar fegurðaropinberun og í nátt-
úrukvæðunum (Mynd án veggs, Allt,
Blístrið). Og fyrir tilverknað hennar er
skammt yfir í heim ævintýra og galdurs.
Líkingamál og framsetningarháttur
kvæðanna er kapítuli út af fyrir sig. I
stað þess að það sé glóð í augum og
stirni á hár Hinnar fjórðu er hún sögð
með blik segulsaxins í lithimnunum
og öll himintunglin í hárinu. (28)
Líkingarnar eru víða nýstárlegar og
sums staðar torræðar og seinteknar,
ekki síst í kvæðum þar sem tekist er á
við viðfangsefni á borð við skáldskap og
jarðneskan veruleika, ímyndunarafl og
hversdagsleika (Nafnlaus nöfn, Farir).
Alskír vefur er þægilegur
gráum heilanum
og börnin vinnuglöð
sem annast talninguna.
En margt býr í herbergjunum.
A láréttum stundum
sækir ókunn systir
í háar brekkur
þar sem grös ilma. (21)
Stefán Hörður hefur víða í ljóðum
sínum orðað ugg gagnvart válegum tíð-
indum í mannheimi og rækilega hafa
ótíðindin magnast í kringum okkur frá
því sú bölsýna bók Hliðin á sléttunni
var gefin út. Það er heldur engin ástæða
til að ætla að skáldinu sé bjartara fyrir
augum nú. En umheimurinn þrengir sér
ekki inn í þessi kvæði, heldur magnar
hann lífsþorsta þeirra og fegurðarþrá.
479