Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Page 120
Tímarit Máls og menningar kvæmni fullkominnar samkeppni út í hött og sennilegt að aragrúi smárra fyrirtækja í fullkominni samkeppni leiði undantekningarlaust til taumlausrar só- unar og óhagkvæmni miðað við það sem á sér stað á markaði þar sem stór einokunarfyrirtæki ráða ríkjum. Hag- fræðingar eins og t.d. Nicholas Kaldor hafa bent á þessa stöðugu þróun til aukinnar rekstrarhagkvæmni, tækniframfara og vaxandi framleiðslu- afkasta í stórum efnahagseiningum til að gagnrýna grundvallarhugtök innan hagfræðinnar eins og t.d. jafnvægishug- takið. Þessi gagnrýni hefur geigvæn- legar afleiðingar fyrir nýklassíska hag- fræði og beinist einnig gegn notkun á jafnvægishugtakinu í marxískri og ný— ríkardíanskri hagfræði. Kaldor hefur bent á að þessar hug- myndir séu allar í bók Adam Smith Auðlegð þjóðanna. Svipaðar hugmynd- ir má finna í Kommúnistaávarpinu og fleiri ritum eftir marxista þar sem áhersla er lögð á stöðuga byltingu framleiðslutækninnar á tímum auðvaldsskipulagsins. Kaldor hefur kvartað undan því að þessi hlið á kenn- ingum Adam Smith hafi fljótt gleymst og menn einblínt á umfjöllun hans um Ósýnilegu höndina og jafnvægi fram- boðs og eftirspurnar. Frá marxistum hafa heyrst svipaðar kvartanir og skyld gagnrýni á notkun jafnvægishugtaksins og vélrænna langtímalögmála innan marxískrar hagfræði. Það er rétt að benda á það hér að þeir framfarasinnaðri meðal borgaralegra hagfræðinga, eins og t.d. Ricardo og Keynes, litu vexti og arðgreiðslur til auðstéttarinnar hornauga, en gróðinn umfram vexti, þ.e. driffjöður athafna- mannsins, var talin undirstaða efnahags- lífsins. Birgir virðist hafa snúið þessu við eins og sumum nýklassistum hættir til líka. íslenska bagkerfiö. Eg verð að viðurkenna að ég missti oft þráðinn í umfjöllun Birgis um íslensk efnahagsmál. Það sem ég skildi bendir þó til þess að hann sé mjög sammála þeim skoðunum sem Abl. hafði þangað til núna nýlega að stóriðjupostulinn Gunnar Thoroddsen sannfærði þá vini sína um annað í stóriðjumálunum eins og svo mörgum öðrum. I umfjöllun sinni styðst Birgir við áróðursgreinar eftir Einar Olgeirsson frá því um stríð, og til þess að samræmi skapist er því logið að Island sé „dæmigert efnahags- lega vanþróað hráefnasöluland" með „vanþróaða fiskframleiðslu" og „fallandi skiptagildi fisks erlendis" (bls. 218). Það var svolítið til í þessu fyrir 40 árum þegar Einar var að skrifa sínar greinar, en allur almenningur á Islandi veit að í dag er enginn fótur fyrir þessum full- yrðingum. Sannleikurinn er í öllum til- fellum gagnstæða þess sem Birgir held- ur fram. Eins og hjá Bjarti í Sumarhúsum forðum verður draumurinn um sjálf- stæðið að æðsta takmarki lífsins (bls. 116). Hjá Bjarti var sjálfstæðið fólgið í því að eignast sína eigin jörð, en hjá Birgi er allt meira á huldu, enda Bjartur meðvitaður einstaklingshyggjumaður en Birgir virðist andstæðingur einstakl- ingshyggju sem hann telur vera frjálshyggju eða jafnvel kapítaiisma (bls. 249). Hætt er því við að hugmynda- fræði Birgis verði jafnvel enn auðveldari bráð en hugmyndafræði Bjarts fyrir þau félagslegu öfl sem í þjóðfélagi nútímans gera drauminn um sjálfstæði kotbónd- 486
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.