Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 25
Sjöföld en þó samein stjarna öðru lagi, þá verður sálin skyggn í svefndraumum. Og í þriðja lagi, sem mun vera kjarni vísunnar, ætlar skáldið að skoða stjörnuna miklu eftir hin óeiginlegu vökulok, þegar líkamsþunganum, oki holdsins, er að fullu létt af og sál hans er alsjáandi, því mönnum sé fyrirbúið eftir dauðann að vera með guði, sjá hann augliti til auglitis. Sú sýn til alheims, sú kosmólógía sem birtist í Stjörnunni, hefur fylgt Grími Thomsen inn í svefninn langa; ekki kemur fram að hún breyttist þann skamma tíma sem hann lifði frá því kvæðið var birt. Himinmiðja, skaparans hásæti, er fundin; stjörnugrúanum, sýni- legum jafnt sem ósýnilegum, er stjórnað úr tilteknu sentrúmi, frá stjörnunni allra stjarna, Halcýóne, og þangað er sálinni kleift að komast „í vökulok“. Stjarnan gæti verið ,söguljóð‘ öðrum þræði, þ. e. lýsing stjarn- fræðilegrar kenningar — en er ofin svo persónulegum þætti að ekki dylst hverju skáldið sjálft trúir. Stjarnfræði kvæðisins og trúarhug- myndir Gríms Thomsens eiga samleið, svipað og í Stjörnu-Odda draumi nýrri, sem er lengsta og metnaðarfyllsta kvæði hans af kosmólógískum toga spunnið. IV Þótt Stjarnan sé ekki biblíuleg hugsmíð, var kvæðinu fenginn við- hafnarsess í 5. hefti Kirkjublaðsins 1892, undir ritstjórn Þórhalls Bjarnarsonar, birtist þar fremst. Engin sérstök efnisskýring fylgdi, aðeins neðanmálsgrein við orðið Halcyone: „Bjartasta stjarnan í sjöstirninu, er sumir hafa ætlað að væri aðal(central)sól.“ Ekki standa nafnstafir undir þeim orðum, en óhætt mun að eigna þau Grími Thomsen sjálfum. Sú hugmynd að Halcýóne væri sól sólna, færi fyrir öllum him- inhnöttum, var ekki ný af nálinni þegar Grímur orti Stjörnuna. Eg hygg, þótt ég hafi ekki leitað af mér grun, að hennar sjái fyrst stað á voru máli í skýringum Benedikts Gröndals við Hugfró, geysilangt kvæði sem hann orti klausturbúi í Kevelaer 1858 (og frá segir í Dægradvöl), en birti 1870 í tímariti sínu Gefn. Hugfró var mikið fyrirtæki. Þar setti Gröndal sér að ræða rök heims og listar, hvorki meira né minna, eins og það horfði við honum þá, liðlega þrítugum. Kvæðið er ort af móði, en skortir nauðsynlegt ,jarðsamband‘ hugmyndanna, svo mælskan flosnar upp 519
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.