Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 25
Sjöföld en þó samein stjarna
öðru lagi, þá verður sálin skyggn í svefndraumum. Og í þriðja lagi,
sem mun vera kjarni vísunnar, ætlar skáldið að skoða stjörnuna
miklu eftir hin óeiginlegu vökulok, þegar líkamsþunganum, oki
holdsins, er að fullu létt af og sál hans er alsjáandi, því mönnum sé
fyrirbúið eftir dauðann að vera með guði, sjá hann augliti til auglitis.
Sú sýn til alheims, sú kosmólógía sem birtist í Stjörnunni, hefur
fylgt Grími Thomsen inn í svefninn langa; ekki kemur fram að hún
breyttist þann skamma tíma sem hann lifði frá því kvæðið var birt.
Himinmiðja, skaparans hásæti, er fundin; stjörnugrúanum, sýni-
legum jafnt sem ósýnilegum, er stjórnað úr tilteknu sentrúmi, frá
stjörnunni allra stjarna, Halcýóne, og þangað er sálinni kleift að
komast „í vökulok“.
Stjarnan gæti verið ,söguljóð‘ öðrum þræði, þ. e. lýsing stjarn-
fræðilegrar kenningar — en er ofin svo persónulegum þætti að ekki
dylst hverju skáldið sjálft trúir. Stjarnfræði kvæðisins og trúarhug-
myndir Gríms Thomsens eiga samleið, svipað og í Stjörnu-Odda
draumi nýrri, sem er lengsta og metnaðarfyllsta kvæði hans af
kosmólógískum toga spunnið.
IV
Þótt Stjarnan sé ekki biblíuleg hugsmíð, var kvæðinu fenginn við-
hafnarsess í 5. hefti Kirkjublaðsins 1892, undir ritstjórn Þórhalls
Bjarnarsonar, birtist þar fremst. Engin sérstök efnisskýring fylgdi,
aðeins neðanmálsgrein við orðið Halcyone: „Bjartasta stjarnan í
sjöstirninu, er sumir hafa ætlað að væri aðal(central)sól.“ Ekki standa
nafnstafir undir þeim orðum, en óhætt mun að eigna þau Grími
Thomsen sjálfum.
Sú hugmynd að Halcýóne væri sól sólna, færi fyrir öllum him-
inhnöttum, var ekki ný af nálinni þegar Grímur orti Stjörnuna. Eg
hygg, þótt ég hafi ekki leitað af mér grun, að hennar sjái fyrst stað á
voru máli í skýringum Benedikts Gröndals við Hugfró, geysilangt
kvæði sem hann orti klausturbúi í Kevelaer 1858 (og frá segir í
Dægradvöl), en birti 1870 í tímariti sínu Gefn.
Hugfró var mikið fyrirtæki. Þar setti Gröndal sér að ræða rök
heims og listar, hvorki meira né minna, eins og það horfði við
honum þá, liðlega þrítugum. Kvæðið er ort af móði, en skortir
nauðsynlegt ,jarðsamband‘ hugmyndanna, svo mælskan flosnar upp
519