Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 38
Tímarit Máls og menningar Löwenthal kom betur auga á tvíræðni Námsáranna en Lukács, enda hafði hann trú á pólitískri baráttu þegar hann skrifaði fyrrnefnda ritgerð, nasisminn er þá ekki enn búinn að sigra og veruleiki stalínismans var honum ekki ljós. Að hans dómi er Vilhjálmur staddur á mörkum róttækrar einstaklingshyggju og sátta við samfélagið, konformisma. Þetta er ekki spurning um „gæði“ verksins og bókmenntalega kosti, heldur mat á hug- myndalegri niðurstöðu þess (og ætti að vera óþarfi að minna á að bók- menntir eru ekki „bara“ hugmyndafræði, þótt hún geti birst í þeim með ýmsum hætti). Brandes skammaði Goethe á sínum tíma fyrir að hafa haldið sig fjarri átökum samtímans, og hafa þar með undirbúið „einsýni“ rómantísku stefnunnar: „Hin hreina mannúð er merki hans einsog þessa tímabils alls; einkalífið gleypir allt.“16 Þetta er málið: Hugsjónirnar verða einkamál, andlegt þroskamerki, en ekki félagsleg baráttumál. Til sam- anburðar við túlkun Lukácsar á pólitískri þróun Goethes skulu hér tilfærð ummæli landa hans Arnolds Hausers, úr gríðarmiklu verki um sögu listarinnar frá félagslegu sjónarhorni, sem hann setti saman á fimmta áratugnum: Goethe, Schiller og margir aðrir rithöfundar sem voru byltingarsinnaðir í fyrstu urðu seinna íhaldssamir og andbyltingarsinnaðir. Sömu þróun tók borgarastéttin sjálf og sveik upplýsinguna þar með. Rithöfundarnir voru bara málpípur lesenda sinna. En ósjaldan fegruðu þeir afturhaldssamar skoðanir lesenda sinna og þóttust hafa háleitar hugsjónir, ofar hugsjónum borgarastéttarinnar, í krafti þess að þeir voru óskammfeilnari en lesendurnir og hæfari að þykjast. Þannig tókst þeim að leyna því að hugmyndir þeirra voru í raun eldri en hugmyndir borgarastéttarinnar, jafnvel beinlínis and- stæðar þeim.17 Lítum næst á boðskap Námsáranna frá sjónarhóli nútímalesenda. Hvernig verður Vilhjálmur meistari? Þeir Löwenthal, Lukács og Brandes eru sammála um að Vilhjálmur Meister vilji umfram allt lifa samkvæmt hugsjón mannúðarstefnunnar, húmanismans; þeir kanna hins vegar ekki á gagnrýninn hátt í hverju sú hugsjón felst hjá Goethe. Þó segir Löwenthal á einum stað: „Goethe sættir hagsmunina sem takast á innbyrðis með því að upphefja hina föðurlegu handleiðslu."18 Hér er ekki ætlunin að afhjúpa Goethe sem verkalýðsfjand- samlegt karlrembusvín, heldur að sýna að hugsjón hans var ekki nein algild mannúð, hún ber sterk merki uppruna síns á mörkum lénskra og borg- aralegra samfélagshátta. „Föðurleg handleiðsla“ er ágætt hugtak í því sam- bandi, hún einkennir alla gerð skáldsögunnar: Það er alvitur höfundur sem 532
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.