Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 42
Tímarit Máls og menningar rókókótímabilinu, Lukács telur hana fulltrúa hinnar sjálfsprottnu og nátt- úrulegu mannúðar, en samkvæmt Henriksen er hlutverk hennar gagnvart Vilhjálmi hið sama og Salóme gagnvart Jóhannesi skírara. Hún fellur vel inn í túlkunarmynstur hvers og eins. I meginatriðum er það svo að persónur bókarinnar eru fulltrúar ákveð- inna hugmynda eða viðhorfa ti| lífsins. Mörgum þeirra eru léð einhver séreinkenni en því fer fjarri að þær standi allar ljóslifandi fyrir lesendum. Þótt Lukács hafi rétt fyrir sér að því leyti að t. d. Philine er ákaflega vel heppnuð mannlýsing, held ég að hann hrósi persónusköpun Goethes um of. Auðvitað náði hann langt á þessu sviði miðað við aðra samtíðarhöfunda sína, en hann er engu að síður fyrirrennari fremur en fyrirmynd hinna stóru skáldsagnahöfunda 19. aldar. Hann er til dæmis líkt og Dostójefskí mjög upptekinn af hugmyndum persónanna, en persóna og hugmynd hennar renna sjaldan saman í jafn sterkar heildir og hjá rússanum (enda er skáld- sagan rétt að slíta barnsskónum þegar Námsárin eru skrifuð). Það er hugmyndin um mannlegan þroska, einsog hún hafði mótast hjá Goethe á mörkum lénsks einveldis og borgaralegs samfélags sem ræður persónu- sköpuninni, en ekki þau síðari tíma viðhorf til sálfræði og umhverfismótun- ar sem margir stóru raunsæishöfundanna byggðu á. Sem fyrr segir er heildargerð sögunnar laus í reipunum. Fyrri helmingur bókarinnar er helgaður ferðaleikhúsinu og styðst við talsvert eldra uppkast Goethes. „Játningar fagurrar sálar“ eru eiginlega sér á priki og byggir höfundur þar á ritum og endurminningum vinkonu sinnar einnar, og í síðasta hluta lýkur Vilhjálmur ,náminu‘ og kemst inn á kennarastofuna. Hlutarnir eru rétt svo tengdir saman undir handleiðslu leynifélagsins Turns- ins. Þetta stafar auðvitað ekki af því að Goethe hafi verið svo lélegur rithöfundur, heldur af því að hann byggði á annarri hefð en þeir sem skrifuðu skáldsögur eftir Balzac. Hann sótti margt í mikilvægustu epísku bókmenntir 17. og 18. aldar, píkaró- eða skálkasögurnar. Þótt Vilhjálmur sé því miður lítill skálkur, ferðast hann víða líkt og þeir, kynnist fólki af bæði háum stigum og lágum og lendir í ýmsum ævintýrum. Hann er ekki fremur en skálkurinn fastmótaður og skýrt afmarkaður karakter. Goethe styðst líka við frímúrarabókmenntir 18. aldar. Sem dæmi um áhrifavalda má nefna Töfraflautu Mozarts (líbrettó eftir Schickaneder) sem var frumflutt 1791. 1797, rétt eftir að Námsárin komu út, reyndi Goethe að semja framhald við Töfraflautuna einsog tíðkast með vinsælar bandarískar bíómyndir, eins konar Töfraflautan II, en það varð aldrei barn í brók. Vilhjálmur lýsir reyndar ætlun höfundar síns sjálfur á einum stað í sögunni, þegar hann segir: „Hetja skáldsögu á að vera aðgerðarlítil, í það minnsta ekki allt of athafnasöm."23 Og síðar á sama stað: „I skáldsögu skiptir 536
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.