Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 45
Hugsjón Goethes jarðbundnu þætti). Hins vegar var Goethe sjálfur glöggskyggn á þetta síðastnefnda atriði, einsog fram kemur á einum stað í Námsárunum, þar sem Vilhjálmur er að ræða leikhúsmál við Serló nokkurn: (Vilhjálmur:) „Það er fölsk undanlátssemi við fjöldann að vekja með honum þær tilfinningar sem hann vill hafa, í stað þeirra sem hann á að hafa.“ (Serló:) „Sá sem reiðir fram féð getur ráðið hvers konar vöru hann vill fá.““ Ekki sé ég betur en þessi umræða standi enn, jafnvel með sama orðalagi. Löwenthal hefur síðar (1961) fjallað um afstöðu Goethes til fjöldamenn- ingar síns tíma.26 Hann bendir þar á að þessi ört stækkandi gjá milli fjöldamenningar og bókmennta fyrir útvalda hafi sett Goethe sjálfan í mikinn vanda þegar á leið ævina. Honum tókst nefnilega aldrei að endur- taka metútbreiðslu æskuverkanna Götz von Berlichingen og Þjáninga Wert- hers. Hér má vitna til orða Hausers um þýska rithöfunda þessa aldamóta- tímabils: „Goethe var sá þeirra sem minnstra vinsælda naut meðal alþýðu manna. A meðan hann lifði var hann ekki frægur nema í litlum siðmenntuð- um hópi í samfélaginu, og jafnvel síðar voru rit hans tæpast lesin af öðrum en menntamönnum."27 Hér er ugglaust að finna eina af ástæðum þess hvað Goethe var þrátt fyrir allt hrifinn af aðlinum, og hvað hann lagði mikla áherslu á uppeldishlutverk hins „andlega framvarðar“. Væri þá komið enn eitt atriði sem nauðsynlegt er að hafa með í þeirri túlkun á hugsjón Goethes, sem tekur mið af sögulegum sjóndeildarhring hans sjálfs ekki síður en túlkandans. Þessi sögulega viðmið- un hverfur stundum hjá Lukácsi og Löwenthal. Þeir voru brautryðjendur marxískrar bókmenntarýni á fjórða áratugnum, þróuðu sína hugmyndarýni (ídeólógíukrítík) á þeim tíma þegar germönsk fræði voru sjálf að verða ídeólógía eða blekking. Bókmenntahefðin var þeim lifandi stærð, sem var sáluhjálparatriði að taka til gagnrýnins endurmats — að því leyti stóðu þeir í sömu sporum og Brandes 60 árum fyrr. Þeir vildu bjarga lýðræðishefðum þýskrar menningar undan svartnætti nasismans. Nú orðið eru Lukács og Löwenthal sjálfir hluti af hefð innan samfélags- legrar bókmenntagagnrýni sem nauðsynlegt er að endurmeta. Hér hefur því verið haldið fram að mannskilning Goethes og þroskahugsjón, föðurlega handleiðslu hans og ósk um andlegan framvörð verði að skoða út frá fleiri sögulegum þáttum en þeir gerðu, sem lögðu mesta áherslu á eymd þýskrar borgarastéttar andspænis frönsku byltingunni. Hugsjón hans verður m. a. að kanna út frá hlutverki frímúrara á 18. öld, þróun bókmenntanna og skáldsagnaritunar, þ. e. þeirri hefð sem er bakgrunnur Goethes, og breyt- ingum á framleiðslu- og dreifingarháttum bókmenntanna (bók- 539
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.