Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 109
úr því að Sverri varð ekki úr þessu er góðra gjalda vert að fá þetta greinasafn í hendur. Margar og miklar endurtekn- ingar eru svosem ekki alvarleg misgerð við lesendur þegar textinn er úr penna Sverris Kristjánssonar. Ekki er heldur um það að sakast þótt maður sakni ein- hvers. Við fyrstu sýn þótti mér skrýtið að sjá hér ekki greinina „Jón Sigurðsson — baksvið og barátta — “ sem birtist í Rétti 1966, en athugun sýnir að allt meginefni hennar var búið að birtast áður í greinum sem eru teknar upp í ritsafnið. Þótt þetta fyrsta bindi orki á lesanda eins og safn til sögu Jóns Sigurðssonar á það raunar að birta „myndarlegt úrval", eins og útgefendur segja, úr greinum Sverris um íslenska sögu fram að síðustu aldamótum. Þar eru tvær greinar um eldra efni en 19. öld. Onnur er inn- gangur að Reisubók séra Ólafs Egils- sonar sem Tyrkir rændu. Hin segir frá Skúla Magnússyni og upphafi Reykja- víkur. Hugmyndin er síðan að þrjú bindi bætist við, eitt um íslendinga 20. aldar, annað um almenna sögu og loks eitt með ritgerðum um bókmenntir og dægurmál auk ritaskrár Sverris. Ætli þetta verði þá ekki mesta greinasafn ís- lensks sagnfræðings? Það er því ekki úr vegi að nota tækifærið til að varpa fram spurningum um verðleika Sverris Krist- jánssonar sem sagnfræðings. Hver er skerfur þessa próflausa og pennalipra unglingakennara til söguritunar Is- lcndinga? Að sinni verður ekki margt um svör, enda erum við skammt komin að meta flesta þá sem eðlilegast er að bera Sverri saman við. Eg kemst líklega ekki stórum lengra en að hvetja hvern lesanda til að hugleiða málið fyrir sig. Söguritun Sverris ber glögg merki þess að hann var háskólamenntaður í Umsagnir um bœkur evrópskri sögu en ekki íslenskri. Hon- um er einkar lagið að tengja íslenska atburði við Evrópusögu, ekki bara með því að tína til almennan handbókafróð- leik á háu alhæfingarstigi heldur með því að vísa til ákveðinna atburða Evrópu- sögunnar. Svipleg endalok þjóðfundar- ins 1851 gerir hann þannig auðskilin með því að rekja örlög nokkurra evr- ópskra þjóðfunda á undan honum (bls. 132—33). Sverrir er líka allra manna hispurslausastur að benda á nánar fyrir- myndir að hugmyndum manna eins og Jóns Sigurðssonar, t. d. að hann hafi lært af Slesvík-Holsetum að færa söguleg rök fyrir sjálfstjórnarkröfum Islendinga (bls. 199—205, 214). Þannig má segja að hann stuðli að því að færa Islandssögu 19. aldar niður á jörðina, draga úr þeim andstæðum danskra djöfla og íslenskra dýrlinga sem sagnfræðingar okkar létu gjarnan eigast þar við. Samt voru Sverri gefin augu til að horfa á verk sögupersóna sinna með engu minni að- dáun en aðrir. Rétt eftir að hann hefur sýnt fram á hvað Jón Sigurðsson hafði nána fyrirmynd að sögulegri rökfærslu sinni í sjálfstæðisbaráttunni kemur hann með þetta (bls. 215): Og í blóði þess manns, er fyrstur fékk fylkt þessari bændaþjóð að póli- tísku markmiði, brimaði þúsund ára saga þjóðarinnar í gleði og harmi, úr þessari sögu smíðaði hann fólki, sem ekki mátti mannsblóð sjá, þau vopn, er það gat borið ein til vígs. Já, það er stíll á sögu Sverris Krist- jánssonar, og hann lýsir sér ekki bara í fallegu orðavali. Mér er nær að halda að mesti styrkur Sverris sé hæfileiki hans til að stílfæra efni sitt smekklega, að draga fram án þess að áberandi sé það sem er 603
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.