Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 111
síðan kallaður „Hertogadæmin Slesvík- Holstein og sjálfstæðisbarátta Is- lendinga". Þar er saga hertogadæmanna rakin áfram fram undir það að Danir missa þau 1864, en þeim meginatburð- um engin skil gerð. Ef til vill skýrist þetta efnisval að einhverju leyti af því að þessar greinar áttu ekki að standa sjálfar heldur að vera inngangur að greinasafni um þessi efni meðal annars. En ég hef samt grun um að við sjáum þarna merki um úthaldsleysi hjá höfundi. Allir sem þekkja eitthvað til Sverris Kristjánssonar vita að hann var sósíal- isti. Þeir sem ekki vita það fyrir geta ekki lesið það út úr þessari bók. Ekki sést votta fyrir sérkennilegri marxískri hugtakanotkun; þannig notar Sverrir orðið stétt á hinn ónákvæma hátt dag- legs máls (t. d. bls. 58 — 59). Hann gerir blygðunarlaust ráð fyrir að stórmenni leiki aðalhlutverk sögunnar (bls. 55): Því að Skúli Magnússon er höfundur hinnar íslensku höfuðborgar, iðnað- arstofnanir hans teygðu til sín hina fyrstu Reykvíkinga, vefarar hans og ullarverkamenn urðu forfeður margra reykvískra góðborgara. Eða (bls. 69): „í því efni. . . varð Baldvin Einarsson það bjarg, er íslensk sjálfstæðisbarátta byggði kirkju sína á.“ Loks má benda á að Sverrir tekur hik- laust undir þau orð Jóns Sigurðssonar að saga Islands hafi eittsinn gerst að mestu úti í Kaupmannahöfn (bls. 122). Fyrir honum er saga pólitískar ákvarðanir og fátt annað. Hversdagsleg iðja alþýðu telst ekki til sögunnar, konur koma þar ekki fyrir. Sverrir er þannig býsna dæmigerður borgaralegur stjórnmálasögufræðingur, og honum lætur áberandi best að túlka Umsagnir um bœkur hugmyndir hagsýnna frjálshyggjumanna sem voru málsvarar borgarastéttar 19. aldar. Róttækari gerð þjóðernishyggju er honum miklu fjarlægari. Hann á þannig ómögulegt með að fyrirgefa Fjölnismönnum að vilja endurreisa al- þingi á Þingvöllum og sníða það að ein- hverju leyti eftir alþingi hinu forna. „Al- þingisgrein Tómasar Sæmundssonar er skrifuð af svo miklum rómantískum barnaskap, að hún er höfundinum í rauninni með öllu ósamboðin . . .“ segir hann (bls. 74). Og annars staðar hefur hann þau orð um sömu grein að þar „nái alþingisrómantík Fjölnis hámarki og fari yfir hið stutta bil, sem er á milli hins háleita og hlægilega." (Bls. 114). Hins vegar þvær hann blettinn af Brynjólfi Péturssyni (bls. 79): Þótt Brynjólfur Pétursson beri að lokum fram kröfu um, að alþingi verði háð á Þingvöllum, þá er þó ljóst af allri greininni og gerð hennar, að sú krafa er aðeins til málamynda, eins konar tollur, er hann verður að greiða hinum gömlu erfðum Fjölnis. Túlkun Brynjólfs á alþingismálinu var öll mörkuð pólitísku raunsæi og menntuðu frjálslyndi eins og það gerðist best á Norðurlöndum á þess- um árum. I þessu efni var Brynjólfur Pétursson jafngildur fulltrúi ís- lenskra landsréttinda Jóni Sigurðs- syni. Nú hefði Sverrir Kristjánsson sjálfsagt vitað, hefði hann verið minntur á það, að þjóðernishyggja Fjölnismanna og krafa þeirra um alþingi á Þingvöllum var studd heimspekikenningu sem margir trúðu heils hugar á um þeirra daga. Kenningin er að jafnaði rakin til Johanns Gottfried Herder og segir að hver þjóð 605
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.