Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 113
öldungis óframkvæmanlegur í svo stuttu spjalli. Æðibunugangurinn Alltaf sami æðibunugangurinn á veru- leikanum og kynslóðirnar hafa varla undan að bregðast við eins og þeim einum er lagið, allar eru þær jafneinstak- ar og ómissandi. Engin þeirra kemst hjá því að endurmeta það sem fyrir er og finna leiðir til að túlka veruleikann út frá sínum sérstöku forsendum. Þetta á vitanlega ekki síst við um skáldskap og listir. Kynslóðin sem byrjaði að fæð- ast um og eftir miðjan sjötta áratug aldar- innar hefur ekki látið sitt eftir liggja. Gúanórokkið var t. d. undan hennar rifjum runnið, skelfdi marga og skar í brag- og atómeyru. Seinna komu „tapp- ar tíkarrassar" og „sjálfsfróanir" og gú- anómenn voru ekki lengur töff. Vita- skuld eru þetta grófar einfaldanir. Hvað um það. Einar Már er ljóðskáld þessarar sömu kynslóðar. Hvorki hið fyrsta né eina en e. t. v. það háværasta og það þeirra sem af einna mestri dirfsku og markvísi hefur reynt að lýsa veruleik kynslóðar sinnar, skilja hana sjálfa og skilgreina. Þess vegna Ies hún ljóð Ein- ars ekki síður en Bubba sem þó hefur tónlistina að bakhjarli — jafnvel þótt „diskótekin hafi gleypt" ljóðið eins og Einar kemst sjálfur að orði í síðustu bók sinni. Ljóð Einars hafa líka freistað tónlistarmanna sem hafa samið lög við þau. Það er meira en margur getur stát- að sig af og segir sína sögu. Þess má geta að úrval ljóða Einars Más hefur verið gefið út á dönsku undir nafninu „Frank- ensteins kup“. Niður með . . . Einn sterkasti þáttur ljóða Einars Más, jafnvel sjálfur kjarni margra þeirra og Umsagnir um bakur kannski einn hvatinn að tilurð þeirra er uppgjörið. Það er víðtækt uppgjör sem lætur fá ljóðanna ósnortin, vígdjarft og einarðlegt og loks kröfuhart, skáldinu sjálfu og þeim lesendum sem finnst ljóð- in eiga til sín erindi. Af þessu leiðir náttúrlega að Einar er ákaflega gagn- rýnið ljóðskáld, kemur víða við og heggur á báða bóga. Lesendur verða að reyna að skoða gagnrýni Einars í heild sinni, ekki einblína á eitt eða fá ljóð einangruð. A þann hátt ættu menn að geta forðast þann freistandi og billega misskilning að í ljóðum Einars sé fátt að finna annað en niðurrif og stór nei. I upphafi er rétt að taka fram að gagnrýni Einars og uppgjör taka bæði til efnis og forms og er það í fullu samræmi við þá úttekt á íslensku mannlífi í nútímanum sem hann leitast við að gera og raunar nauðsynlegt ef vel á að takast, svo sam- anslungið sem þetta tvennt er. Að hvoru tveggja verður nánar vikið í þess- um pistli. Ljóðskáldið Einar Már hrærist í sam- tímanum en lítur gjarnan nokkur ár til baka til glöggvunar þegar honum þykir þurfa. Hann yrkir um íslenskt nú- tímaþjóðfélag með skírskotunum út um heiminn svo sem eins og til að tengja íslenskar aðstæður erlendum, sjá hlutina í víðara samhengi en ella og gefa betri mynd af raunveruleikanum. Beinar skírskotanir til atburða eru þó ekki margar. Nefna má: einsog sprengjur að falla yfir hanoi sem var lítill staður í heilanum, gagnauga forsetans blóðugt (Sendisveinninn, 23) Oftar er um að ræða vel kunnugt andrúmsloft eða ákveðnar aðstæður, ís- lenskar, erlendar eða hvort tveggja í senn: 607
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.