Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 126
Tímarit Máls og menningar
lætur ljóðið lýsa því hvernig bernsku-
árin sækja að honum, koma veltandi til
hans í líki grettins og kramparauðs
barnshöfuðs sem gefur til kynna af-
skræmingu og óhugnað. Hann greinir
slóð sína í föli fortíðarinnar, þar er eng-
inn annar á ferð með honum, hann er
aleinn og án liðsinnis á forvitnisferð
sinni um glæpi stundanna.
Tjáning ljóðsins á háskalegum ein-
manaleika þessa barnshöfuðs á vel við
uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannessonar í
bókunum tveim. Rauði þráðurinn í
þeim er varnarleysi Jakobs, hvað hann er
alveg óvarinn þar sem hann fer um með
undrun sína þrútna, eins og líka segir í
ljóðinu. Hann kynnist aragrúa af fólki,
börnum, unglingum, fullorðnum og
gamalmennum, fæstir standa lengi við í
lífi hans, og meðal þess er fólk af öllu
tagi, afskræmilegt fólk með sjúkt hugar-
far, englar í mannsmynd og allt þar á
milli. En enginn hjálpar Jakobi að
grynna í þessu fólki, hann er opinn og
óvarinn fyrir öllum áhrifum.
Ef til vill gerir einmitt þetta atriði
meginmun á uppeldi lágstéttarbarna og
miðstéttarbarna sem við vitum miklu
meira um úr skáldverkum. Miðstéttar-
börn eru varin í sífellu, hamin, vernduð,
alin upp. Lágstéttarbörnin, að minnsta
kosti börn óstéttvísrar alþýðu og utan-
garðsfólks, eru látin eiga sig, óuppalin.
Hvort tveggja hefur sína kosti og lesti.
Það er ekki bara eðlisbundið siðleysi
mannskepnunnar sem er hamið hjá mið-
stéttarbörnum, oftar en ekki er ímynd-
unarafl þeirra bælt um leið, þrútin undr-
un þeirra kæfð. Undrun og hugmynda-
flug fá hins vegar oft að leika lausum
hala hjá lágstéttarbörnum, eins og sjá má
í Kalstjörnunni, en þó verða þessir eðlis-
þættir alltof sjaldan skapandi vegna
skorts á leiðbeiningu. Börnin fá enga
aðstoð við að vinna úr öllum þeim
aragrúa áhrifa sem þau verða fyrir. Þau
þyrstir í hugmyndir, innrætingu sem
miðast við þeirra eigin kjör og
lífsbaráttu en fá aðeins dreggjarnar af
hugmyndum kapítalismans um rétt hins
sterka og frelsi einstaklingsins. Eins og
hvað eftir annað má sjá í frásögn sögu-
manns af fólki sem Jakob kynnist á
hlykkjóttri vegferð um fátækrahverfi
Reykjavíkur nýta unglingar sér þessar
hugmyndir fyrst og fremst til að réttlæta
pyntingar á sínum líkum og glæpa-
starfsemi á frumstigi.
Jakob
Sjálfur lifir Jakob, aðalpersóna bókanna,
óendanlegu ríku lífi, hið ytra sem hið
innra, þrátt fyrir örbirgð sína. Sköpun
persónu hans frá fæðingu til fermingar
verður með samspili andstæðna, líf hans
er sífelldum breytingum undirorpið þótt
sú sé meginregla að hver vottur af birtu
gegni því aðalhlutverki að dýpka
skuggana. Innra með honum takast líka
á gagnvirkar kenndir til þess breyska
fólks sem lifir með honum, föður hans,
stjúpu, fólks sem sest upp á heimilinu
eða býr umhverfis, hann bæði elskar það
og hatar. Jakob verður smám saman
marghliða persóna sem ber í sér frjó-
magn til skapandi starfs, lítt bældur
framan af enda alinn upp við takmarka-
lítið frelsi — og háværar skammir full-
orðinna, ef eitthvað ber út af, sem hefta
ekki ímyndunaraflið, beina því bara í
nýja farvegi. Hann kemst snemma að
því að fjölskylda hans er fátæk, en það er
svo margt við að vera og margir aðrir
sem eru jafnvel verr staddir, að hann
hefur engan tíma til að velta því lengi
fyrir sér. Það sem hann skortir er hand-
leiðsla, hana fær hann eingöngu hjá
móður sinni og býr raunar ótrúlega
620