Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 130
Tímarit Máls og menningar Með því að fjarlægja eitthvert fyrirbæri eða vandamál í nútíðinni og færa það til annars tíma, fella það inn í ramma ímyndaðs veruleika, getum við oft séð samtíma okkar og vandamál hans í skýrara ljósi. I þessu felst m. a. fjarlægingareffekt Brechts í skáldskaparlist hans og leiklistarfræðum. Við getum tekið mýmörg dæmi úr leiklist- arsögunni af höfundum, sem notað hafa gamalt stef, goðsagnir og þjóðsögur frá öðrum tímum til þess að spegla þá samtíð og þann veruleika, sem þeir lifðu við. I umsköpun slíks efnis felst oftast snilld verkanna og það sem gerir þau sígild. Verkin spegla þá oft þann sammannlega vanda, sem allir einstaklingar rata í. Baráttu góðs og ills, réttlætis og ranglætis, lífs og dauða, . . . karla og kvenna, verður ekki endilega gerð best skil með raunsærri veruleikalýsingu. Tökum sem dæmi kvennakúgunina. Við getum sýnt mann á sviði sem ber konuna sína á hverjum degi um árabil, með þeim afleiðingum að hún brotnar saman og flýr á náðir nýstofnaðs kvennaathvarfs. Við getum líka sýnt eftirfarandi: Maður nokkur hjó eitt sinn grein af tré og sagði við hana: Ég hef þörf fyrir grein til þess að styðja mig við. — Gott og vel, sagði greinin, taktu mig þá. — En ég get ekki notað grein sem er jafn há mér. Ég verð að beygja þig, sagði maðurinn. — Beygðu mig, sagði greinin. Maðurinn tók greinina, beygði hana, þannig að endar hennar náðu saman og batt síðan snæri utan um hana. Þannig lét hann greinina vera í tvö ár og notaði hana á hverjum degi. Dag nokkurn sagði greinin við manninn: Nú hef ég verið beygð saman í tvö ár, nú vil ég gjarnan rétta úr mér. Leystu mig. — Já, sagði maðurinn og leysti hana. En nú gat greinin ekki rétt úr sér. Og maðurinn sagði við greinina: I raun og veru held ég að þú kunnir best við þig svona samanbeygð. Þú hefur alls enga löngun til þess að vera upprétt. Það er eðli þitt að vera beygð. — Nei, svo er ekki, sagði greinin. Réttu úr mér. Maðurinn reyndi, en greinin brotnaði. Þá kom kona hans gangandi fram hjá. — Hversvegna braustu greinina, spurði hún. — Nú, hún vildi endilega rétta úr sér, sagði hann. — Þú hefðir átt að láta mig sjá um þetta, sagði hún. Konur vita meira um svona lagað. Þegar grein hefur verið beygð um svona langt skeið, verður maður að nota eld og vatn og þolinmæði til þess að rétta hana við aftur. Vinstri sinnar hafa verið allt of iðnir við að fordæma alla menningararfleifð og hefð og afgreiða hana í eitt skipti fyrir öll sem borgaralega. Þannig losna þeir auðveldlega við að horfast í augu við fortíðina og finna það efni sem nothæft er í allri framsækinni listsköpun. Það krefst mikillar vinnu, hugmyndaflugs, hæfileika og listræns metnaðar að endurskapa og endurtúlka það efni sem arfleifðin býður upp á. Allir geta ekki verið snillingar. Hversdagsleikinn er stöðug uppspretta hugmynda og möguleika, sagan forðabúr annarra. Hversvegna ekki að flétta hvorutveggja saman í barnaleikhúsi nútímans? 624
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.