Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 13
Staðleysur, góðar og illar I þeirri styrjöld stóðu þau ríki sem mest hældust um af siðmenningu og þroska fyrir meiri fjöldaslátrun á mannfólki en áður hafði þekkst og beitt var aðferðum og vopnum sem þóttu bæði einstaklega siðlaus (eiturgas) og gátu verið forboði um annað verra. Ekki nema von að framfaratrúin fengi á baukinn og margir teldu meira að segja að „síðustu dagar mannkynsins“ væru komnir. En svo nefndist reyndar heimsslitaleikrit austurríska skálds- ins Karls Kraus (Die letzten Tage der Menschheit) sem hann skrifaði í stríðslok í meira en 200 atriðum og fyrir hálft þúsund persóna. En hvort sem maðurinn er „ofboðslega heimskur“ eins og Dostoévskí komst að orði eða blátt áfram vegna þess, hve erfitt hann á með að lifa í neiinu, þá var framfaratrúin furðufljót að ná sér á strik. Mestu réðu um það bílabylting Fords, rússneska byltingin og rafvæðing sveitanna og skildu þær systur allar eftir sig drjúg spor í bókmenntum. En skáldin hafa sína fyrirvara, hvert með sínum hætti, um það sem meirihlutarnir helst vilja trúa. Og upp úr fyrra heimsstríði birtast ýmis þau verk sem mest hafa sett svip á antiútópíuna sem bókmenntafyrirbæri og beint athygli að henni. III Hat der alte Hexenmeister sich doch einmal wegbegeben. Und nun sollen seine Geister auch nach meinem Willen leben. Goethe. Hinar neikvæðu útópíur eru allar beiskar athugasemdir við framfaratrúna en með mismunandi áherslum. Tékkneski rithöfundurinn Karel Capek fer til að mynda einatt með tækni og vísindi í anda sögunnar um lærisveina galdramannsins sem Goethe orti um: lærisveinninn taldi sig færan í flestan sjó og ætlaði með særingum að láta gólfkústinn bera fyrir sig vatn meðan meistarinn brá sér frá, en kunni ekki nóg, kunni ekki að stöðva kústfjand- ann sem fyllti húsið af vatni. Leikrit bræðranna Josefs og Karels Capeks, „Vélmenni Rossums“ (RUR, 1921), er einmitt þessi saga í formi neikvæðrar staðleysu. Vísindamenn hafa fundið aðferð til að búa til lifandi efni og úr því róbóta (þaðan er orðið komið), vélar sem líta út eins og menn og vinna störf þeirra án þess að þurfa fóður, en eru kynlausir og sálarlausir og endast ekki nema í tuttugu ár. Þetta fitl við lífsmassann endar með skelfingu, með breytingu á efnaformúlu fá róbótarnir fleiri mennska eiginleika, nóga til þess að þeir gera uppreisn (róbótar allra landa sameinist), drepa allt mannkynið, (sem var reyndar orðið ófrjótt af iðjuleysi) — nema einn úr 243
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.