Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 23
Staðleysur, góðar og illar banda, holgóma vígorða og þá margvíslegu nauðgun sannleikans sem hann sér allt í kringum sig í blöðum og umræðu í eigin landi. Þetta rekur hann ítarlega í greininni „Politics and the English Language“ frá 1946. Nýtal, newspeak, á borð við það að „stríð er friður" er reyndar eitt af því, sem menn á árinu 1984 hafa mikla reynslu af og bætist við hana á degi hverjum. Orwell hefur líka skrifað eftirminnilega um þann öfluga skemmtanaiðnað, sem er til þess fallinn að „deyfa vitund og forvitni“ mannsins eins og segir í grein frá 1946 um skemmtistaði (Pleasure Spots), en einum slíkum lýsir hann á þessa leið:20) 1. Maður er aldrei einn. 2. Maður gerir aldrei neitt sjálfur. 3. Maður sér aldrei villtan gróður eða náttúru af neinu tagi. 4. Ljós og hiti eru undir stjórn. 5. Maður losnar aldrei við músík. Þannig mætti lengi halda áfram að rekja það hve mörgum rótum hrollvekjan í „1984“ stendur í samtíma Orwells. Lýsing skáldsögunnar á fátækrahverfunum þar sem öreigarnir draga fram aumlegt líf sitt er ekki framtíðarsýn. Hún er sprottin beint af reynslu Orwells sjálfs, sem á kreppuárunum kaus að „gerast innfæddur í eigin landi“, reyndi sjálfur að lifa eins og útigangsfólk og safnaði heimildum um hvunndagsleika atvinnu- leysisbæjanna. Reynsla hans af stéttaskiptingu í eigin landi, af nýlendustjórn í Burma þar sem hann starfaði ungur maður, sannfærði hann um að hann þyrfti „ekki aðeins að losna við heimsveldisstefnu heldur og yfirráð manns yfir manni í hvaða mynd sem væri. Ég vildi fara í kaf, stíga niður til hinna kúguðu, vera einn af þeim og taka málstað þeirra gegn harðstjórum. Og vegna þess að ég varð að hugsa allt í einrúmi gekk ég firnalangt í hatri mínu á kúgun“.21) Þessi ummæli í bókinni „The Road to Wigan Pier“ (1936) segja sitt um tilgang þess höfundar sem lauk við „1984“ rétt áður en hann lést árið 1950. V Sósíalistum ber engin skylda til að trúa því að mannlegt félag geti í raun orðið fullkomið, heldur aðeins að það sé hægt að gera það miklu betra en það er. George Orwell. Staðleysuskáldsögur, hvort sem þær eru skrifaðar í von um betri framtíð eða ótta við morgundaginn, hafa ekki reynst mikil bókmenntaafrek. Það mætti kannski nægja sem skýring, að fremstu höfundar hvers tíma hafa meira treyst á það sem er til efniviðar en það sem gæti orðið. Hitt kann líka að vera að í sjálfri bókmenntategundinni séu vissir erfiðleikar fólgnir fyrir rithöfund. Það er til dæmis augljóst, að í jákvæðu útópíunni, þar sem búið 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.