Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 15
Jón Helgason
á slíkum tilgátum. „Þessi vísuhelmingur verður ekki skilinn“, var stundum
viðkvæðið; við það varð að búa að aldirnar höfðu leift mörgu skörðu. Leiðréttir
eddukvæða- og dróttkvæðatextar Finns Jónssonar, unnir í oftrú á mátt konjekt-
úralkrítíkurinnar áttu ekki upp á pallborðið hjá eftirmanni hans. Enda þótt
fræði Jóns væru ekki á sérstöku áhugasviði margra dönskunema og reyndust
sumum strembin, vóru kennslustundir hans jafnan vinsælar. Því olli skýr
framsetning hans og gamanmál sem hann kryddaði kennsluna með og stúdentar
vildu ekki án vera. I sérstökum tímum fyrir norrænunema fjallaði Jón um önnur
efni, ýmist með æfingum eða í fyrirlestrum. Minnisstæðastir eru mér fyrirlestrar
hans um íslenskar bókmenntir síðari alda, um stafsetningu elstu handrita
íslenskra og yfirlit yfir rannsóknir undanfarandi áratuga á Islendingasögum.
Fyrir stúdenta skrifaði Jón Norron litteraturbistorie 1934, og þeim kom einnig
að góðu haldi ritgerð hans ’Norges og Islands digtning' i Nordisk kultur VIII :B
1953. Stúdentum var einnig ætluð ritröðin Nordisk filologi, sem Jón hafði
mestan veg og vanda af. Hún hóf göngu sína 1950, og í henni bjó Jón sjálfur til
prentunar m.a. Hrafnkels sögu Freysgoða, þrjú hefti eddukvæða og drótt-
kvæðaúrval. Þessar útgáfur eru að því leyti frábrugðnar venjulegum lestrarútgáf-
um miðaldarita að auk aðaltexta, sem að mestu er reistur á einu handriti, er birt
val lesbrigða úr öðrum heimildum; notendum er ætlað að meta gildi lesbrigð-
anna á grundvelli ættartölu handrita, sem sett er fram í inngangi, og öðlast með
því æfingu í notkun enn fræðilegri útgáfna.
Þó ungur væri að árum, fór Jón Helgason að fást við sjálfstæðar rannsóknir
þegar á stúdentsárum sínum, og rannsóknir hans beindust frá upphafi að
langmestu leyti að íslenskum textum, sér í lagi þeim sem varðveittir vóru í
handritum. Sumpart beindust rannsóknir hans að máli, en meira þó að handrita-
fræði og textarýni, einkanlega þegar frá leið. Hann gerði sér snemma grein fyrir
því, að í íslenskum fræðum yrði að hafa nokkra verkaskiptingu; þeir sem sætu
að handritum yrðu að láta rannsóknir þeirra og útgáfur sitja í fyrirrúmi, en
síðan gætu aðrir tekið við, bókmenntafræðingar, sagnfræðingar og málfræðing-
ar, og unnið áfram með textana hver á sínu sviði.
Haustið 1917 kom norski sagnfræðiprófessorinn Oscar Albert Johnsen til
Kaupmannahafnar og hafði þá uppi áætlun um vandaða fræðilega útgáfu á Olafs
sögu helga hinni sérstöku. Að ráðum Finns Jónssonar leitaði Johnsen til Jóns
Helgasonar um að vinna að þessari útgáfu. Það verk hóf Jón þegar í stað, og svo
fór að hann vann það að langmestu leyti einn. Utgáfa dróst þó nokkuð, sumpart
vegna fjárskorts Kjeldeskriftfonds í Noregi, sem kostaði verkið, en útgáfan
birtist í þremur heftum; það fyrsta kom út á 900. ártíð Olafs helga og það
síðasta á 700. ártíð Snorra Sturlusonar. Þessi bók, langur texti með lesbrigðum
úr fjölda handrita, lýsingu handrita og greinargerð fyrir skyldleika þeirra, er
afburðarit um traustleika og viðamesta útgáfa einnar íslenskrar sögu, sem
nokkru sinni hefur birst.
Flestum öðrum hefði orðið það ærið starf í aldarfjórðung við hlið náms,
5