Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 19
Jón Helgason fimm fyrir lok sjöunda áratugarins — auk ljósmyndara og viðgerðarfólks, en það var reyndar ekki á launaskrá stofnunarinnar. Þessi öri vöxtur Arnastofnunar í Kaupmannahöfn átti sér samverkandi orsakir. I fyrsta lagi hefur sú athygli sem handritamálið hafði vakið á þeirri starfsemi sem stofnuninni var ætlað að sinna að öllum líkindum verið forsenda þess að henni var komið á laggirnar. I annan stað var sjöundi áratugur aldarinnar mesta blómaskeiðið í dönsku efnahagslífi, og vöxtur flestra háskóla- stofnana þar í landi var mikill á þessum árum. En í þriðja lagi, og ekki síst, kom til brennandi áhugi Jóns Helgasonar á eflingu handritarannsókna og hæfileiki hans til að laða að sér samverkamenn og leiðbeina þeim og til að afla fjár til verkajaeirra bæði úr ríkissjóði og öðrum dönskum sjóðum. A Arnastofnun sátu ekki aðeins fastir starfsmenn og stúdentar. Þarna sátu fræðimenn frá Islandi, sem stundum vóru jafnframt lektorar í íslensku nútíma- máli, og einnig úr öðrum löndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Belgíu og enn fleiri löndum. Ahugi á íslensk- um fræðum var ótrúlega víða fyrir hendi, og marga fýsti að glíma við handrit og njóta um leið tilsagnar þess vísindamanns sem var frægastur og færastur allra á sínu sviði. Aðstæður til handritarannsókna urðu á tiltölulega fáum árum mjög góðar í Próvíantgarði. Jón sá til þess að nauðsynlegustu handbóka var aflað og að margar ófáanlegar bækur og tímaritsgreinar vóru ljósmyndaðar, og svo var heldur ekki nema steinsnar yfir í Konungsbókhlöðu að sækja sér prentaðar bækur eða að fá léð handrit. Auk þess vóru fengin íslensk handrit að láni úr öðrum söfnum, sem nota þurfti við þau verk sem að var unnið, ekki síst úr Landsbókasafni og Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi. Þessi handrit vóru jafnan ljósmynduð á meðan þau vóru í láni, og Jón lét einnig kaupa filmur af íslenskum handritum í öðrum söfnum sem tregari eru til að ljá handrit eða ófáanleg eru til þess, eins og algengast er um söfn utan Norðurlanda. Jafnframt var unnið á stofnuninni að ljósmyndun handrita í safninu sjálfu til þess að hlífa þeim við notkun og til þess að gera texta þeirra læsilegri en ella, eins og oft varð við ljósmyndun í útfjólubláu ljósi. Um leið var sú ljósmyndun nauðsynlegur undanfari þeirrar afhendingar handrita til Islands, sem sýnt var frá lagasetningu danska þingsins 1961 að í vændum væri. I Próvíantgarði sat hver maður við sitt verk, flestir í einum stórum sal undir hvítkölkuðum múrhvelfingum með bókahillum út frá veggjum og á miðju gólfi. Inn af salnum vóru seðlasöfn orðabókarinnar og þar höfðu starfsmenn hennar sitt aðsetur; þar inn af var ljósmyndastofa og síðar afdrep til vélritunar. Til hliðar við lestrarsalinn vóru viðgerðarstofa handrita og vinnuherbergi Jóns Helgasonar, en inn af því handritageymsla, þar sem Agnete Loth, fyrsti fastráðni starfsmaður stofnunarinnar og nánasti samstarfsmaður Jóns, hafði sína vinnuaðstöðu. Inn til Jóns varð mörgum tíðgengið ellegar út á forstofupallinn 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.