Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 41
Halldór Gubmundsson Sögumaður deyr Heinrich Böll sneri aftur úr hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar, þar sem hann hafði verið hermaður og særst þrívegis, til þess að muna. Muna hvað hafði gerst, og reyna að gera sér grein fyrir af hverju það hafði gerst. Og ekkert fór meira í taugarnar á honum en sjálfumglatt minnisleysi eftir- stríðsáranna, hugsanalaus vellíðan í nafni efnahagsundurs, þar sem allir þeir sem á róttækan hátt hugsuðu öðru vísi áttu ekki heima. Linnulaust andóf Heinrichs Böll gegn ráðandi öflum og sjálfsánægju þeirra kom í veg fyrir að hann yrði það nýja þýska þjóðskáld, sem hann hafði alla burði til að verða. Hann var þannig skapi farinn, að hann hlaut alltaf að streitast á móti því að taka þátt í þeim dansleik: „Hann gat teygt sig í berin, en hann hrækti þeim út úr sér,“ sagði Theodor Adorno. Höfundarverk Heinrichs Böll er umdeilt, og til eru þeir sem fullyrða að hann hafi aldrei verið sérlega snjall rithöfundur; til þess hafi hann verið allt of mikill móralisti. Sömu menn kunna að verða fyrstir til að fallast á að hann hafi verið þörf samviska þjóðar sinnar, maður sem aldrei gekk valdhöfunum á hönd, sem aldrei gleymdi fortíðinni í stundarrúsi neyslugleðinnar, maður sem aldrei tók undir þýska þjóðsönginn enda þótt fyrsta erindinu væri sleppt. Samt var hann auðvitað umfram allt þýskur rithöfundur. En hann var Þjóðverji sem var andsnúinn Adenauer, rétt eins og hann var kaþólikki á öndverðum meiði við páfa, Kölnarbúi sem aldrei gat fellt sig við dómkirkj- una. Einmitt þessi þverstæðukennda staða átti stóran þátt í trúverðugleik hans, ekki síst erlendis, þar sem hann og Gúnter Grass hófu þýskar eftirstríðsbókmenntir til vegs. Fræg varð líka þátttaka hans í mannréttinda- baráttu rithöfunda, svo sem í PEN-klúbbnum. Hann var til dæmis fyrsti maðurinn sem skaut skjólshúsi yfir Solsénitsín, rússneska rithöfundinn, eftir að hann neyddist til að fara úr landi. En þeir sem vilja greina á milli þjóðfélagsstarfs Bölls og höfundarverks, virða annað en ekki hitt, gleyma því einatt að þetta tvennt er ein heild. Sú heild verður til vegna þess að Böll tók lífsskoðun sína alvarlega, gerði sömu kröfur til sín í rithöfundarstarfi sínu og hann gerði til þeirra sem hann einna helst beindi spjótum sínum að. Og í öllu sínu starfi var hann andsnúinn þeirri stefnu sem þjóðfélagsþróunin hafði tekið í Þýskalandi eftirstríðs- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.