Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 45
Ekki aðeins á jólunum Það var semsagt Franz sem benti snemma á hættuna og neitaði að taka þátt í ákveðnum hátíðahöldum, kallaði þetta allt látalæti og vitleysu og það sem verra var, neitaði síðar að taka þátt í nokkrum þeim aðgerðum sem reyndust þá nauðsynlegar til að viðhalda því sem hann nefndi vitleysu. En — eins og þegar hefur verið drepið á — naut hann ekki nægilegs álits til þess að ættin tæki mark á honum. Nú hafa atburðirnir reyndar vaxið okkur svo yfir höfuð að við erum ráðalaus og vitum ekki hvernig við eigum að stemma stigu við þeim. Franz er fyrir löngu orðinn frægur hnefaleikari, en þó tekur hann lofsyrðum fjölskyldunnar með sama fálæti nú og þegar hann frábað sér gagnrýni hennar áður. Bróðir hans hins vegar — Jóhannes frændi minn — maður sem ég hefði vaðið eld fyrir hvenær sem væri, þessi farsæli lögfræðingur, eftirlætissonur föðurbróður míns — Jóhannes er talinn aðhyllast kommúnistaflokkinn, rógburður sem ég þrjóskast við að trúa. Lucie frænka mín, eðlileg kona fram að þessu, er sögð gefa sig á vald dönsum að næturlagi í illræmdum knæpum í fylgd ráðþrota eigin- manns, — dönsum sem ég get ekki lýst betur en með orðinu „exist- ensíalískum“. Sjálfur Franz föðurbróðir, sá hjartagóði maður, mun hafa haft orð á því að hann sé orðinn leiður á lífinu. Hann sem var til eftirbreytni fyrir alla ættingjana vegna lífsgleði og þar að auki ímynd þess, sem okkur hefur verið kennt að nefna kristilegan kaupmann. Læknareikningar hrúgast upp. Geðlæknar og sálarrannsóknar- menn eru kallaðir til. Aðeins Milla frænka mín, sem telja verður upphafsmann alls þessa, er við bestu heilsu. Hún er brosmild, hress og kát eins og hún átti vanda til. Nú er svo komið að fjör hennar og glaðværð er farin að ergja okkur, enda þótt við hefðum um langa hríð látið okkur sérlega annt um heilsu hennar, því að hún lenti í kreppu sem virðist ætla að verða uggvænleg. En ég þarf reyndar að skýra betur frá því. II Það er hægur vandi að gera sér grein fyrir orsökum ógnvekjandi þróunar eftirá. Þótt undarlegt sé er það ekki fyrr en nú við rækilega íhugun að mér finnst þeir atburðir, sem hafa verið að gerast í næstum tvö ár hjá ættingjum okkar, óvenjulegir. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.