Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Page 46
Tímarit Máls og menningar Við hefðum átt að komast fyrr að þeirri niðurstöðu að eitthvað passaði ekki. Það er staðreynd að eitthvað passar ekki og hafi yfirleitt nokkurn tíma eitthvað passað — ég efast um það — þá gerast nú atburðir sem mig hryllir við. Milla frænka hafði alla tíð verið þekkt í fjölskyldunni fyrir hvað henni þótti gaman að skreyta jólatréð. Meinlaus en raunar sérstæður veikleiki sem er mjög útbreiddur í föðurlandi okkar. Það var almennt brosað að þessum veikleika og mótþróinn sem Franz alltfrá bernsku sýndi þessu „veseni“ olli mikilli hneykslun, enda var Franz svo sem fremur óstýrilátt fyrirbæri. Hann fékkst ekki til að taka þátt í því að skreyta tréð. Þetta gekk sinn gang nokkurn veginn eðlilega lengi vel. Frænka mín var orðin vön því að Franz kæmi hvergi nærri undirbúningnum á aðventunni og einnig að hann skyldi ekki birtast fyrr en við matarborðið á sjálfri hátíðinni. Það var ekki minnst á þetta lengur. Jafnvel þó ég eigi á hættu að verða aftur óvinsæll verð ég að minna á eina staðreynd. Henni til varnar get ég aðeins áréttað að hún var það í raun og veru. Arin 1939 til 1945 var stríð. I stríði er sungið, skotið, talað, barist, soltið og dáið — og sprengjum er varpað — allt fremur ógeðfellt og það er alls ekki ætlun mín að valda samferðamönnum mínum leiðindum með því að minnast á þetta. Eg neyðist til að geta þessa, vegna þess að stríðið hafði áhrif á gang sögunnar sem ég ætla að segja. I augum Millu frænku var stríðið aðeins afl sem ógnaði jólatrénu — strax á jólum 1939. Að vísu var jólatréð hennar sérlega viðkvæmt. Aðalaðdráttaraflið á jólatré Millu frænku minnar voru glerdvergar, sem héldu korkhömrum hátt á lofti og höfðu við fætur sér bjöllulaga steðja. Undir iljum dverganna voru kerti og þegar ákveðnu hitastigi var náð fór falinn vélabúnaður í gang. Þá fór ákafur órói um handleggi dverganna, þeir börðu sem óðir með korkhömrunum á bjöllulaga steðjana og framkölluðu þannig, tólf talsins, fíngerða, álfkennda, klingjandi hljómkviðu. A topp grenitrésins var festur silfurskrýddur engill með roða í vöngum sem opnaði munninn með vissu millibili og hvíslaði: „Friður, friður.“ Ég áttaði mig ekki á hinu tæknilega leyndarmáli engils þessa, sem var tryggilega gætt, fyrr en síðar, enda þótt ég hefði þá næstum vikulega tækifæri til að dást að því. Auk þess voru á jólatré frænku minnar sykurkringlur, sæta- brauð, silfurþræðir, marsípanfígúrur og — því má ekki gleyma —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.