Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 48
Tímarit Máls og menningar yfirmönnum sínum með því að fara með Pólverja og Rússa eins og manneskjur. Lucie frænka mín var þá enn ógift og hjálpaði til í versluninni. Eitt síðdegi í viku var hún sjálfboðaliði á saumastofu þar sem hakakrossar voru saumaðir. En ég vil þó ekki fara að tíunda hér pólitískar syndir ættingja minna. Þegar á allt var litið skorti okkur að minnsta kosti hvorki fé né fæðu eða hvert það öryggi sem krefjast mátti og frænku minni þótti aðeins biturt að neita sér um tréð. Franz föðurbróðir minn, þessi hjartagóði maður, hefur aflað sér mikillar viðurkenningar með því að kaupa appelsínur og sítrónur frá suðlægum löndum í hartnær fimm- tíu ár og selja með hæfilegri álagningu. I stríðinu jók hann umsvif sín svo að þau náðu einnig til ávaxta og grænmetis sem var ekki eins dýrt. En eftir stríðið fengust aftur þeir ávextir, sem hann hafði mestan áhuga á, þ. e. sítrusaldin, og voru feikilega eftirsóttir af kaupendum af öllum stéttum. Franz föðurbróður tókst að ná veru- legum tökum á markaðnum og varð þannig til þess að fólk naut fjörefna og hann auðsældar. En hann stóð nærri sjötugu og langaði til að setjast í helgan stein og fela tengdasyni sínum verslunina. Þá varð sá atburður sem við brostum að þá, en okkur virðist nú vera orsök allrar ógæfunnar. Milla frænka byrjaði aftur með jólatréð. Það var útaf fyrir sig meinlaust. Jafnvel þrjóskan sem hún sýndi, þegar hún krafðist þess að „allt yrði eins og áður“, kom okkur bara til að brosa. I fyrstu var engin ástæða til að taka þetta alltof hátíðlega. Reyndar hafði margt eyðilagst í stríðinu sem brýnna var að bæta úr, en hvers vegna — sögðum við með sjálfum okkur — að svipta gamla og töfrandi konu þessari lítilfjörlegu gleði? Allir vita hvað þá var erfitt að fá smjör og flesk. En jafnvel Franz föðurbróður, sem þó hafði bestu sambönd, reyndist ókleift að útvega marsípanfígúrur, sykurkringlur og kerti árið 1945. Það var ekki fyrr en árið 1946 að allt var til reiðu. Til allrar hamingju hafði varðveist fullkomin samstæða af dvergum og steðjum, svo og engillinn. Mér er enn í fersku minni dagurinn sem við fórum í boðið. Það var í janúar 1947 og kalt úti. En hjá frænda mínum var hlýtt og ekki skorti brauð að bíta í. Þegar ljósin höfðu verið slökkt og kveikt á kertunum og dvergarnir hófu að hamra og engillinn hvíslaði: 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.