Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 54
Tímarit Máls og menningar frænda mínum ljóst að þetta gæti ekki gengið svona lengur. Hin eiginlegu hátíðahöld stóðu stutt — um það bil 38 mínútur — en jafnvel þessi stutta athöfn væri óþolandi til lengdar, fullyrti prestur- inn. Hann hefði einnig öðrum skyldum að gegna, kvöldfundum með starfsbræðrum, sálusorgun, að hann minntist ekki á að hlýða á skriftir á laugardögum. Hann hafði skotið ýmsum skyldum á frest í nokkrar vikur, en þegar leið að lokum júní byrjaði hann mjög eindregið að krefjast lausnar. Franz leitaði ákaft eftir fylgi fjölskyld- unnar við þá hugmynd að koma móðurinni á hæli, en hlaut engar undirtektir. Alténd fór að brydda á erfiðleikum. Kvöld nokkurt vantaði prest- inn og það tókst hvorki með símtölum né sendiboðum að hafa uppá honum. Það varð ljóst að hann hafði blátt áfram skrópað. Föður- bróðir minn sótbölvaði og notaði þetta atvik til þess að kalla kirkj- unnar þjóna nöfnum sem ég veigra mér við að endurtaka. I þessari neyð var einn aðstoðarprestanna, maður af lágum stigum, beðinn að hjálpa uppá sakirnar. Hann gerði það, en hegðaði sér svo hræðilega að lá við stórslysi. Menn verða að hafa það í huga að það var komið framí júní, semsagt heitt, en þrátt fyrir það voru gluggatjöldin dregin fyrir til þess í það minnsta að reyna að búa til skammdegisrökkur. Auk þess logaði á kertum. Síðan hófst hátíðin. Aðstoðarpresturinn hafði að vísu frétt af þessum sérkennilega atburði en alls ekki gert sér rétta hugmynd um hann. Aðstoðarpresturinn var kynntur hikandi fyrir frænku minni, hann kæmi í stað prestsins. Ollum á óvart sætti hún sig við þessa breytingu á dagskránni. Semsé, dvergarnir hömr- uðu, engillinn hvíslaði og sungið var „Jólatré í . . .“. Síðan var borðað bakkelsi og kvæðið sungið aftur og skyndilega rak aðstoðarprestur- inn upp hlátursroku. Síðar játaði hann að þegar sungin var hendingin „. . . stjörnurnar blikar á“, hafi hann einfaldlega ekki getað bælt lengur niður hláturinn. Hann reyndi með prestlegum tilburðum að halda aftur af hláturshviðunum, yfirgaf herbergið og birtist ekki aftur. Allir horfðu spenntir á frænku mína, en hún tuldraði eitthvað um „óheflaða rudda í prestklæðum" og stakk uppí sig annarri marsí- panköku. Þegar við fréttum af þessu atviki þótti okkur það leitt, en nú hneigist ég til að líta á það sem einkenni um heilbrigða kæti. Eg verð að skjóta því hér að, til þess að sannleikurinn komi fram, að föðurbróðir minn notfærði sér tengsl sín við æðstu stjórn kirkj- 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.