Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 56
Tímarit Máls og menningar hamra og engillinn hvíslaði: „Friður, friður“, síðan voru sungnir nokkrir sálmar, nartað í kökur, rabbað dálítið saman og svo drógu menn sig geispandi í hlé með óskum um gleðilega hátíð og æskulýð- urinn tók að sinna viðeigandi skemmtunum um leið og hinn hjarta- góði Franz frændi fór í rúmið með Millu frænku. Það var kertalykt í herberginu, mildur ilmur af heitum grenigreinum og angan af kryddi. Dvergarnir stóðu kyrrir í myrkrinu og glampaði aðeins á þá með uppreidda ógnandi arma og engillinn skartaði skínandi silfurklæðum. Það er etv. óþarft að geta þess að mjög hefur dregið úr ánægju allra ættingja okkar af hinni raunverulegu jólahátíð. Við getum hvenær sem er dáðst að hinu sígilda jólatré, og oft hendir það þegar við sitjum á veröndinni að sumarlagi og vætum kverkarnar með léttu appelsínupúnsi frænda míns eftir erfiði og amstur dagsins, að innan- að berst mjúkur kliður glerbjalla og dvergarnir sjást hamra í húminu eins og iðnir litlir púkar á meðan engillinn hvíslar: „Friður, friður“. Og ennþá virkar það undarlega á okkur, þegar frændi minn kallar alltíeinu um hásumar til barna sinna: „Kveikið á trénu, amma kemur rétt bráðum.“ Síðan kemur klerkurinn inn, venjulega stundvíslega, ljúfur gamall maður sem er orðinn okkur öllum hjartfólginn, vegna þess að hann leikur hlutverk sitt með ágætum, ef honum er þá yfirleitt ljóst að hann er að leika eða hvers konar hlutverk hann hefur. Það skiptir engu. Hann leikur það, hvíthærður, brosandi og fjólublá röndin neðan við kragann ljær honum virðuleikablæ. Það er sérstæð reynsla að heyra hrópað óþolinmóðri röddu á hlýjum sumar- kvöldum: „Kertaslökkvarann, fljótt, hvar er kertaslökkvarinn?" í ofsaþrumuveðri hefur komið fyrir að dvergunum fyndist þeir knúnir til að hefja upp handleggina þótt ekki logaði á kertunum og sveifla þeim æðislega og halda aukatónleika. Þetta reyndu menn sneyddir ímyndunarafli að skýra með því hversdagslega fyrirbæri, rafmagni. Þetta fyrirkomulag var verulega fjárfrekt. Þó að fjölskylda okkar geti tæpast kvartað um lélegan fjárhag kollvörpuðu svona óvenjuleg útgjöld fjárhagsáætlun heimilisins. Þrátt fyrir ítrustu varkárni gekk óhemjumikið úr skaftinu af dvergum, steðjum og hömrum. Hinn viðkvæmi búnaður sem fær engilinn til að tala þarfnast stöðugrar hirðu, viðhalds og endurnýjunar öðru hverju. Reyndar hafði ég á þessum tíma uppgötvað leyndardóminn. Engillinn var tengdur með snúru við míkrófón í hliðarherbergi og fyrir framan málmgogg hans 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.