Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 56
Tímarit Máls og menningar
hamra og engillinn hvíslaði: „Friður, friður“, síðan voru sungnir
nokkrir sálmar, nartað í kökur, rabbað dálítið saman og svo drógu
menn sig geispandi í hlé með óskum um gleðilega hátíð og æskulýð-
urinn tók að sinna viðeigandi skemmtunum um leið og hinn hjarta-
góði Franz frændi fór í rúmið með Millu frænku. Það var kertalykt í
herberginu, mildur ilmur af heitum grenigreinum og angan af kryddi.
Dvergarnir stóðu kyrrir í myrkrinu og glampaði aðeins á þá með
uppreidda ógnandi arma og engillinn skartaði skínandi silfurklæðum.
Það er etv. óþarft að geta þess að mjög hefur dregið úr ánægju allra
ættingja okkar af hinni raunverulegu jólahátíð. Við getum hvenær
sem er dáðst að hinu sígilda jólatré, og oft hendir það þegar við
sitjum á veröndinni að sumarlagi og vætum kverkarnar með léttu
appelsínupúnsi frænda míns eftir erfiði og amstur dagsins, að innan-
að berst mjúkur kliður glerbjalla og dvergarnir sjást hamra í húminu
eins og iðnir litlir púkar á meðan engillinn hvíslar: „Friður, friður“.
Og ennþá virkar það undarlega á okkur, þegar frændi minn kallar
alltíeinu um hásumar til barna sinna: „Kveikið á trénu, amma kemur
rétt bráðum.“ Síðan kemur klerkurinn inn, venjulega stundvíslega,
ljúfur gamall maður sem er orðinn okkur öllum hjartfólginn, vegna
þess að hann leikur hlutverk sitt með ágætum, ef honum er þá
yfirleitt ljóst að hann er að leika eða hvers konar hlutverk hann
hefur. Það skiptir engu. Hann leikur það, hvíthærður, brosandi og
fjólublá röndin neðan við kragann ljær honum virðuleikablæ. Það er
sérstæð reynsla að heyra hrópað óþolinmóðri röddu á hlýjum sumar-
kvöldum: „Kertaslökkvarann, fljótt, hvar er kertaslökkvarinn?" í
ofsaþrumuveðri hefur komið fyrir að dvergunum fyndist þeir knúnir
til að hefja upp handleggina þótt ekki logaði á kertunum og sveifla
þeim æðislega og halda aukatónleika. Þetta reyndu menn sneyddir
ímyndunarafli að skýra með því hversdagslega fyrirbæri, rafmagni.
Þetta fyrirkomulag var verulega fjárfrekt. Þó að fjölskylda okkar
geti tæpast kvartað um lélegan fjárhag kollvörpuðu svona óvenjuleg
útgjöld fjárhagsáætlun heimilisins. Þrátt fyrir ítrustu varkárni gekk
óhemjumikið úr skaftinu af dvergum, steðjum og hömrum. Hinn
viðkvæmi búnaður sem fær engilinn til að tala þarfnast stöðugrar
hirðu, viðhalds og endurnýjunar öðru hverju. Reyndar hafði ég á
þessum tíma uppgötvað leyndardóminn. Engillinn var tengdur með
snúru við míkrófón í hliðarherbergi og fyrir framan málmgogg hans
46