Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 58
Tímarit Máls og menningar kosti hætt á að minnast á hálfmána, en hún neitaði enn harðlega að bragða þá. Þá fékk læknirinn þá snilldarhugmynd að ala hana á súrum gúrkum og bera fyrir hana salat og safaríka kjötrétti. Þetta bjargaði veslings Lucie. Hún fór aftur að hlæja og byrjaði að krydda endalaus viðtölin við lækninn með háðslegum athugasemdum. Að vísu tók Milla frænka mín nærri sér að hún skyldi ekki vera viðstödd kvöldhátíðina. En fjarveru hennar mátti skýra með ástandi, sem er talið fullgild afsökun fyrir allar konur, hún var með barni. En Lucie hafði tekist það sem kallað er að vinna prófmál. Hún hafði sýnt fram á að frænka mín þjáðist reyndar þegar einhvern vantaði, en byrjaði ekki strax að öskra, og nú reyndu Jóhannes frændi minn og Karl mágur hans að brjóta hinn stranga aga með því að bera við krankleika, viðskiptaerindum eða öðrum augljósum tylliástæðum. En í þessu tilliti var föðurbróðir minn furðu ákveðinn. Með járnhörðum vilja fékk hann því framgengt að aðeins í und- antekningartilfellum væri hægt að sækja um stutt leyfi, ef vottorð væru lögð fram. Því frænka mín tók strax eftir ef fleiri vantaði og brast í hljóðan en langvinnan grát, sem gaf tilefni til beisklegra efasemda. Lucie kom aftur að fjórum vikum liðnum og lýsti sig reiðubúna að taka aftur þátt í hinni daglegu athöfn. Læknirinn hafði samt fengið það fram, að borið var fram fyrir hana glas með gúrkum og diskur með kjarngóðu smurðu brauði, þar eð hálfmánaáfall hennar reyndist ólæknandi. Þannig tókst föðurbróður mínum, sem í þessu tilviki sýndi óvænta hörku, að koma í veg fyrir öll agavandamál um hríð. VIII Þegar að loknu ársafmæli þessarar samfelldu jólahátíðar komst ugg- vænlegur orðrómur á kreik. Jóhannes frændi minn átti að hafa fengið vinveittan lækni til að semja álitsgerð um það, hversu langlíf frænka mín kynni að verða. Þetta var svo sannarlega ljótur orðrómur sem varpaði skugga á fjölskyldu sem kom saman í eindrægni á hverju kvöldi. Alitsgerðin átti að hafa verið mikið áfall fyrir Jóhannes. Oll líffæri frænku minnar, sem hafði ætíð verið mjög hraust, voru algjörlega óskemmd, faðir hennar hafði orðið 78 ára og móðir hennar 86 ára. Frænka mín er sjálf 62 ára, þannig að engin ástæða er til þess að spá því að lífi hennar ljúki í bráð. Og enn síður, að minni hyggju, 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.