Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 70
Tímarit Máls og menningar þingmanna hliðholla sér, en þegar efnt var til atkvæðagreiðslu um skotpalla eldflauga voru þegar 44 af hundraði þingmanna á hennar bandi. Ég sé vonarglætu í þessu. Þetta glatast ekki, það heldur áfram að verka utan þinj^sins, en ég vona að friðarhreyfingin verði líka afl innan þingsins. An þingræðis getum við ekki verið, alls ekki, alræðisstjórn yrði ekki nein lausn og ekki heldur „sterkur maður“ eða einhver ámóta bábilja. Við verðum að setja traust okkar á þingið og hafa áhrif á það. Af þeim sökum var ég í miklu uppnámi yfir óförum Græningja nýverið. Þó ég sjái heilmikið af bulli og vitleysu hjá þeim líka, þá eru þeir fulltrúar þess sem á sjöunda áratug táknaði breytingu og mótmæli, mótmæli sem stefndu að breytingum. Þeir eru æðimargir sem líta svo á, að tilraunin til að koma á nýrri skipan hafi mistekist vegna þess að Þjóðverjar — að fráteknum fámennum minni- hluta — séu haldnir sjúklegum ótta við hreytingar og taki við öllu sem að þeim er rétt svo lengi sem þeir búi við efnaleg þxgindi. Er til eitthvað sem kallast geti þýsk skapgerð í þessa veru ? Ég held hún sé til. Til hennar liggja eðlilegar orsakir. Auðvitað verða menn að gera sér ljóst, að fólkið sem lifir við efnaleg þægindi er hrætt við breytingar, afþví það heldur að þær leiði til einhvers verra. Það sem stjórnmálamennirnir, hinir ábyrgu stjórnmálamenn verða að útskýra fyrir okkur er, að við verðum öll að spara, ekki í útgjöldum til atvinnuleysingja, heldur í útgjöldum til skrifstofubáknsins, til hins umfangsmikla og þarflausa stjórnsýslubákns, og að við verðum líka að spara í daglegum útgjöldum. Það er sparað í alröngum geirum, í almannatryggingum, atvinnuleysisbótum, eftirlaunagreiðslum. Sparnaður á að ganga frá efsta þrepi til hins neðsta, og stjórnmálamaður verður að hafa hugprýði til að byrja sjálfur að spara og færa sig síðan niðreftir þrepunum. Þá munum við öll óhjákvæmilega hafa minna að bíta og brenna en við höfum nú, öll, öll. Þetta getur ekki haldið áfram einsog nú á sér stað, ég get ekki sagt það með öðrum orðum. Við lifum í eyðslusömu þjóðfélagi, eyðslusömu í öllum skilningi, þarsem því er haldið fram að sóun sé vöxtur. Ég er sannfærður um að margir stjórnmálamenn í ríkjandi stjórn og reyndar í öllum stjórnum, hvaða nafni sem þær nefnast, hafa komist að þessari niðurstöðu, en þá brestur kjark til að spara á efstu þrepum. Ef þeir byrjuðu á sjálfum sér, þá mundum við vitanlega öll verða að leggja fram okkar skerf. Það mundi hafa áhrif á kjör opinberra starfsmanna, skrifstofumanna, allra starfsgreina. En flestir eru enn sæmilega efnaðir og eðlilega óttast þeir breytingar, vegna þess að þær kynnu að leiða af sér fjárhagslega ókosti. Ekki örbrigð — ég hugleiði þetta oft: við megum ekki gleyma því að Þjóðverjar eiga að baki sér tvær yfirþyrmandi verðbólgur. A fyrstu þremur áratugum ævinnar lifði ég tvær slíkar, aðra á barnsaldri og hina þegar ég var 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.