Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Qupperneq 75
Frá draumi til draums Á Hafnarárum sínum (1875 — 1882) orti Gestur Pálsson ljóðabálk í átta köflum, Árin líða. Þar rekur skáldið ævi sína fram til þess tíma. Kvæðið er líklega ort snemma á Hafnarárum Gests. Sveinn Skorri Höskuldsson færir að því haldgóð rök, í riti sínu um Gest Pálsson, að kvæðið sé ort undir sterkum áhrifum frá Byron, einkum ljóðinu Draumurinn,4 þótt auðsjáanlega lýsi Gestur eigin ævi.5 Söknuður hefst á lokaorðinu, sem er ritað upphafsstöfum í Árin líða, „HVAR“.6 Það má ganga út frá því sem vísu að Jóhann Jónsson hafi frá ungum aldri verið handgenginn verkum Gests Pálssonar, annað er útilokað, slík er staða Gests í bókmennta- og menningarsögu Islands. Reyndar bendir ýmislegt til þess að hann hafi einnig verið þaulkunn- ugur æviatriðum og einkamálum Gests. Elín Thorarensen, ekkja í Reykjavík, gaf út kver með minningum sínum um Jóhann Jónsson, þegar fimmtíu ár voru liðin frá fæðingu hans. Um tíma var kært með þeim Jóhanni og kallaði hún hann Angantý og gaf bókarkorninu það nafn. Henni farast svo orð:7 Vorið 1916 fluttist ég úr Þingholtsstræti suður á Laufásveg 27; þar bjó föðursystir mín, Ingunn Blöndal. Hún leigði mér nokkuð af íbúðinni sinni, og við höfðum eldhús saman. Ingunn frænka var góð við mig og lét mig ekki gjalda þess, að Angantýr var hjá mér. Einn dag, þegar við vorum einar, sagði Ingunn við mig: „Eg sé vel, að þetta er ósköp erfitt fyrir þig, en ég er viss um, að honum þykir vænt um þig.“ Ingunn var gáfuð kona og frjálslynd. Hún átti sína sögu. Þegar hún var ung stúlka, var hún trúlofuð Gesti Pálssyni skáldi . . . Meyjarnafn Ingunnar Blöndal var Ingunn Elín Jónsdóttir. Hún átti heima í Bæ í Króksfirði þegar ástir tókust með henni og Gesti Pálssyni. Hún varð heitkona hans en sagði honum upp eftir skamma trúlofun. Þau sáu hvort eftir öðru alla ævi. Þeim frænkunum varð skrafdrjúgt um ástamálin eins og títt er um konur og þótt ungir og gáfaðir menn þykist hafnir yfir kvennahjal má telja meira en líklegt að ekki hafi það allt farið fyrir ofan garð og neðan hjá Jóhanni, trúlegra miklu að hann hafi notað tækifærið til þess að fræðast um Gest Pálsson. Árin líða er langdregið, sumsstaðar hálfklúðurslegt, gamaldags kvæði, samt les það enginn án þess að verða snortinn af einlægni þess og frásögn. Söknuður er alger andstæða — orðfæri svo meitlað að TMM V 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.